• Orðrómur

Hópur með barefli veittist að unglingum við Hvaleyrarvatn – Sóttvarnabrjótur settur í fangaklefa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Uppnám varð við Hvaleyrarvatni þegar hópur manna með barefli réðst að sögn á unglinga. Lögreglan fékk tilkynningu um ofbeldið en ekki tókst að hafa hendur í hári ofbeldisannanna og er málið því óupplýst.

Í dagbók lögreglu kemur fram að nóttin var fremur róleg og um hefðbundin smærri afbrot að ræða. Nokkrir voru á sveimi í annarlegu ástandi, þeirra á meðal einstaklingur sem missti stjórn á sér á veitingastað. Hann var handtekinn, læstur inni, og sefur nú úr sér á gúmmídýnu í boði lögreglunnar.

Annar var ofurölvi í miðborginni.  Hann neitaði að gefa upp kennitölu, óhlýðnaðist lögreglu og hafði í hótunum við verði laganna.  Maðurinn var einnig læstur inni og sefur úr sér í húsnæði lögreglunnar.

- Auglýsing -

Nokkuð var um líkamsárásir og slagsmál. Þá tókst að hafa hendur í hári sóttvarnadólgs sem braut sottkví og var á sveimi innan um almenning. Hann var læstur inni.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -