Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Í tólf ár var David barinn og sveltur sem barn: „Ég gerði ekkert annað en að gráta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá því að hann var tveggja ára gamall og fram á unglingsaldur var David Freeman fangi í alræmdum sértrúarsöfnuði í Ástralíu. Í heil 12 ár af æsku sinni var hann sviptur frelsinu, barinn og sveltur.

David segist aldrei taka frelsi sínu sem sjálfsögðum hlut. Hann segir frá reynslu sinni í viðtalið við Fréttablaðið. „Ástæða þess að ég skil hvað felst í orðinu frelsi er sú að ég eyddi tólf árum af barnæsku minni án þess,“ segir David sem er dag er 47 ára gamall og hefur búið á Íslandi í um tvo áratugi.

Þegar David var tveggja ára var hann færður í hendur alræmds sértrúarsöfnuðar skammt frá borginni Melbourne í Ástralíu. Á endanum var hann þaðan frelsaður af vopnaðri lögreglu sem ruddist inn á heimilið árið 1987. Þá var David orðinn fjórtán ára og hafði hann þá verið fangi í tólf ár og þurft að þola skelfilega meðferð. Það fyrsta sem honum dettur í hug þegar þessi tími er rifjaður upp er:

„Að gráta. Ég gerði ekkert annað. Stundum grét maður svo mikið að líkaminn var hættur að framleiða tár. Samt hélt maður áfram og þá leið manni eins og augun væru að brenna. Minningin er botnlaus sorg, ótti og vonleysi. Þetta voru 12 ár, sem er heil eilífð í lífi barns,“ segir Davið í samtali við Fréttablaðið og bætir við:

„Ég neyddist til að stela mat sem var ætlaður fyrir gæludýrin. Kattamat, hundamat og mygluðu brauði sem var ætlað fuglunum. Ég átti það til að gramsa í ruslinu eftir einhverju ætilegu. Það má segja að dýrin hafi fengið betri meðferð en við börnin.“

Uppút tvítugu kynntist David íslenskri konu er hann var á ferðalagi og ekki leið á löngu þar til þau eignuðust barn saman. Hann er þakklátur því að hafa sest að á Íslandi. „Landið hefur hjálpað mér að setja fortíðina í baksýnisspegilinn, þar sem hún á heima, en þegar ég hef þurft á aðstoð að halda hef ég aldrei komið að lokuðum dyrum neins staðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -