Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Illugi hvetur Katrínu til að sýna hugrekki: „Gambítur Katrínar og Svandísar mistókst herfilega“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson gagnrýnir forsvarskonur Vinstri grænna harkalega í nýrri færslu á Facebook þar sem hann segir tilraun þeirra til að hemja Sjálfstæðisflokkinn hafi misekist.

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir skrifaði í gær færslu á Facebook og hlekkjaði við hana frétt. Í fréttinni reynir Katrín Jakobsdóttir að útskýra fylgistap flokksins í skoðanakönnunum en nú mælist flokkurinn hennar ekki með nema rúmlega sjö prósent fylgi. Kveðst Illugi trúa því að í byrjun hafi þær Katrín og Svandís Svavarsdóttir, trúað því að hægt væri að temja Sjálfstæðisflokkinn til góðra verka.

„Sko. Ég trúi því alveg að þegar Katrín ákvað að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017, þá hafi hún trúað því í einlægni — og tekist að telja Svandísi trú um það líka (það þurfti ekki að sannfæra Steingrím J.) — að þetta yrði gæfuspor og henni myndi í krafti þess persónuvalds sem hún sjálf og svo margir aðrir trúðu að hún byggi yfir, þá myndi henni takast að hemja Sjálfstæðisflokkinn og temja hann til góðra verka. Já, ég get alveg ímyndað mér að hún hafi trúað því, þótt eiginlega allir aðrir sæju þegar í hendi sér að fyrir vinstra fólk í landinu og alþýðu manna var þetta frá upphafi feigðarflan og myndi enda með ósköpum (samanber margfræg orð Drífu Snædal um að það yrði hlutskipti VG að éta skít upp á hvern einasta dag),“ skrifaði Illugi í byrjun færslunnar.

Í næstu orðum hvetur Illugi forsætisráðherrann til að sýna pólitískt hugrekki og viðurkenni að tilraun hennar til að ráða við Bjarna Benediktsson, hafi mistekist og það herfilega.

„En nú þarf Katrín að sýna að hún hafi til að bera pólitískt hugrekki, þótt hún reyndist ekki hafa persónuvald til að ráða við Bjarna Benediktsson (sem haft hefur betur á öllum sviðum), þá hafi hún nú kjark til að viðurkenna að þessi tilraun hennar MISTÓKST. Fylgishrun VG er ekki spurning um erfiðleika flokksins í samskiptum við kjósendur sínar, heldur mistókst þessi gambítur Katrínar og Svandísar — og hann mistókst herfilega.“

Í lokaorðum sínum segir Illugi Katrínu hafa „sorglega litla pólitíska virðingu eftir“ en vonar að hún geti enn bætt úr því.

- Auglýsing -

„Og að sjá hana reyna að herða sig upp í gömlu lummuna sem lélegir pólitíkusar nota alltaf þegar illa árar — við-höfum-bara-einmitt-núna-verið-að-fást-við-svo-erfið-mál-en-strax-og-við-náum-að-koma-því-betur-til-skila-hvað-við-erum-frábær-þá-mun-allt-breytast, það er eiginlega fyrir neðan hennar virðingu. En eftir þessi hörmulegu ár með Bjarna, þá á Katrín raunar sorglega litla pólitíska virðingu eftir. — En vonandi getur hún enn bætt úr því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -