Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
11.1 C
Reykjavik

Illugi ósáttur og lætur Guðna heyra það: „Ykkur hefur tekist að skapa sundrungu um landsliðið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson er heldur betur óhress með nýtt myndband KSÍ og birtir á Facebook-síðu sinni bréf sem hann sendi Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í morgun.

„Hafi það verið markmiðið hjá ykkur með þessu myndbandi að skapa sundrungu og deilur um landsliðið, þá hefur það vissulega tekist,“ segir Illugi og bætir við að persónulega ætti hann mjög erfitt með að fara á völlinn ef hann teldi að hugarfarið, sem birtist í þessu myndbandi, væri það sem réði ríkjum innan KSÍ.

„Ekki er nóg með að þar er ýtt undir hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar hafi sífellt þurft að verjast (með vopnum!) erlendri ásælni,“ segir Illugi um myndbandið, „heldur er því þar markvisst gefið undir fótinn að samstaða Íslendinga felist í að verjast útlendingum. Í þröngum skilningi á það kannski við á fótboltavellinum, en finnst þér í alvöru að þetta sé það hugarfar sem KSÍ eigi að ýta undir? Og eiga aðfluttir Íslendingar – hvort heldur þeir eru ættaðir frá Póllandi, Asíu, Afríkulöndum eða hvað sem er – eiga þeir að finna til einhvers stolts við að horfa á þetta víkingarúnk? – þú afsakar orðalagið.“

Illugi er einnig ósáttur við textann sem lesinn er í myndbandinu: „Textinn í þessum ósköpunum er ekki bara „rangur“, heldur er hann flatneskjulegur og illa skrifaður og illa lesinn. Þetta er bara einhvern veginn allt fyrir neðan ykkar – og þar með okkar! – virðingu,“ segir hann og bætir við: „Og alla vega – ykkur hefði mátt vera ljóst – bara af því að lesa drög að þessari furðusmíð – að þetta myndi vekja andúð og jafnvel ógeð stórs hluta þjóðarinnar. Að þið skuluð EKKI hafa fattað það, finnst mér því miður lýsa algjöru dómgreindarleysi þarna innan dyra hjá ykkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -