• Orðrómur

14 skipverjar á Valdimar GK greindir með COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjórtan skipverjar af línuskipinu Valdimar GK frá Grindavík greindust með COVID-19 þegar skipið kom til hafnar í Njarðvík í morgun. Skipið kom til hafnar eftir rúmlega sólarhrings siglingu eftir veiðar skammt frá Hornafirði.  Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, staðfestir þetta í samtali við Viljann.

Áhöfnin var öll send í skimun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Niðurstaðan lá fyrir eftir hádegi í dag og eru skipverjarnir allir komnir í einangrun, og eru misveikir, en ekki er vitað hvernig þeir smituðust. Fyrstu þeirra fóru að finna fyrir veikindum, eftir löndun á Djúpavogi, en þar fór einn skipverji í land í skipulagt frí. Sá er einnig greindur með COVID-19.

Skipið liggur við bryggju í Njarðvík og verður sótthreinsað, og stendur til að landa aflanum á morgun. Kórónuveiran lifir ekki í matvælum og aflinn því nýtanlegur. Aðgerðir verða gerðar í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -