Sunnudagur 8. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Allir til í að vera með enda allt vinir Elvars Geirs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Föstudaginn 6. desember verða haldnir samstöðu- og styrktartónleikar á Hard Rock Café í Reykjavík fyrir Elvar Geir Sævarsson og fjölskyldu hans. Níu hljómsveitir koma fram og plötusnúður lýkur kvöldinu.

„Elvar Geir vinur okkar fékk heilablóðfall þann 22. ágúst og var hann mjög heppinn að lifa af, en hann er nýkominn á Grensás þar sem hann er í endurhæfingu,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock.

Elvar Geir er hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu, gítarleikari í hljómsveitunum DYS og Glerakri. Hann og kona hans, Ragnheiður Eiríks, Heiða í Unun, eiga soninn Oliver. „Áfallið að vera kippt út úr sínu eðlilega lífi á augabragði reynir á og þá er gott að finna að maður er ekki einn,“ segir Stefán.

„Það er dýrt að verða veikur og því fylgir vinnutap. Við viljum síst af öllu að Elvar Geir hafi fjárhagsáhyggjur þegar hann á eingöngu að vera að einbeita sér að því að ná bata.“

„Gott að finna að maður er ekki einn.“

Einstakt tækifæri til að sjá sveitirnar saman

Vinir Elvars Geirs ákváðu að safna peningum fyrir hann og fjölskyldu hans með því að halda tónleika. „Þetta lítur svona rosalega fallega út,“ segir Stefán. „Það er ekki á hverjum degi sem þú færð að sjá  HAM, Skálmöld og Sólstafi á sömu tónleikunum. Alls verða þetta níu hljómsveitir sem koma fram og DJ Töfri endar þetta partí. Það voru allir til að vera memm enda eru þetta allt vinir Elvars Geirs svo þetta var ekki flókið. Við vonumst til að sjá sem flesta á tónleikunum okkar, en þá sem langar að styrkja Elvar Geir og fjölskyldu frekar, eða sjá sér ekki fært að koma á tónleikana og vilja styrkja, geta lagt inn á styrktarreikning,“ segir Stefán.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru HAM, Sólstafir, Skálmöld, Morðingjarnir, Momentum, Kolrassa Krókríðandi, Flekar, Volcanova, Devine Defilement, Dr. Gunni og hljómsveit og DJ Töfri.

- Auglýsing -

Miðasalan er hafin á Tix.is.

Styrktarreikningur fyrir Elvar Geir og fjölskyldu er 0370-22-018601, kennitala 120583-3609.

Myndir / Aðsendar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -