Sunnudagur 4. desember, 2022
2.8 C
Reykjavik

Árni Þórður sonur Sigga storms loksins útskrifaður: „Dásamleg og ólýsanleg tilfinning“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og kemur fram í Fréttablaðinu er Árni Þórður, sonur Sigga Storms, nú útskrifaður eftir heila tíu mánaða dvöl á Landspítalanum, þar sem hann barðist hetjulega fyrir lífi sínu eftir alvarlega líffærabilun. Og hafði betur.

Siggi stormur og fjölskylda eru því eðlilega í skýjunum:

„Þetta eru vissulega stórkostleg kaflaskil og er dásamlegt,“ segir Siggi Stormur.

Árni Þórður veiktist af alvarlegri líffærabilun rétt fyrir síðustu jól; var vart hugað líf, og hans bíður nú eftirlit, tímar hjá meltingarsérfræðinum; blóðprufur og sneiðmyndatökur:

„Fyrir okkur foreldrana og fjölskylduna er þetta hálfgert kraftaverk. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Hann var svo svakalega veikur og það leist ekki öllum á blikuna á tímabili,“ segir Siggi sem er þakklátur Guði og mönnum fyrir bata sonar síns:

„Það var dásamleg og ólýsanleg tilfinning hvað svona góðar kveðjur geta stutt mann þegar öll sund virðast lokuð. Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk. En ég fann að ég var ekki einn.

- Auglýsing -

Það voru svo margir sem sendu hlýja strauma og ég fann það standandi einn í myrkrinu. Það voru margir sem hringdu, sendu mér skilaboð og gáfu mér góð ráð og sendu góðar hugsanir. Nokkuð sem ég varð mjög meyr yfir.

Þetta var hryllingur. Þetta stóð yfir svo lengi og hann varð svo veikur svo lengi.

Ég verð að koma ítrustu þökkum til þeirra sem hjálpuðu okkur í gegnum þetta. Við stöndum í mikilli og ævarandi þakkarskuld, hvort sem það eru heilbrigðisstarfsmenn eða fólkið í landinu. Takk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -