Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Hatrið byrjar í grunnskóla: Ungur drengur fékk hrollvekjandi skilaboð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks hefur verið í deiglunni undanfarið. Regnbogafánar hafa verið skornir niður, skemmdarverk unnin á skiltum tengdum Hinsegin dögum og fólk orðið fyrir áreiti vegna kynhneigðar, kynvitundar eða kyntjáningar sinnar, ekki síst ungmenni. Kallað hefur verið eftir stuðningi, hluttekningu og samtakamætti samfélagsins frá hinsegin samfélaginu á Íslandi. Sumir hafa velt því upp hvort raunverulega geti verið um eiginlegt bakslag að ræða; hvort ekki sé verið að gera of mikið úr hlutunum og gefa nokkrum skemmdum eplum of mikið vægi.

Blaðamaður Mannlífs ræddi við tvo einstaklinga sem standa hvor um sig framarlega í baráttumálum hinsegin fólks á Íslandi og hafa látið að sér kveða í gegnum tíðina, hvor á sínum vettvanginum. Þau fóru yfir það sem felst í þessu bakslagi, hugsanlegar orsakir og svo hvernig laga megi stöðuna og halda ótrauð áfram.

Ingileif Friðriksdóttir. Mynd úr einkasafni.
Ingileif Friðriksdóttir. Mynd úr einkasafni.

Hatur meðal grunnskólabarna

„Það sem ég er að sjá, og er bara miklu meira um en margir gera sér grein fyrir, er þetta rosalega hatur sem er að eiga sér stað hjá krökkum sem eru í grunnskóla,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona. Ingileif hefur verið framarlega í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks síðustu ár og stofnaði til að mynda fræðsluvettvanginn Hinseginleikann ásamt eiginkonu sinni, Maríu Rut Kristinsdóttur.

„Það hafa komið upp mörg dæmi, síðasta svona eitt og hálfa árið, þar sem krakkar eru að beita jafnaldra sína ofbeldi og hatursáróðri. Börn eru að fá nafnlaus símtöl; það er eitt dæmi mjög nærri mér, þar sem ungur drengur fékk talskilaboð í gegnum SnapChat, frá ókunnugum strákum sem sögðu honum að drepa sig, að það væri ógeðslegt að vera hommi, og að allir hommar væru barnaníðingar og nauðgarar. Þetta eru svona fjórtán ára gamlir drengir,“ segir Ingileif. Ítarlegt viðtal má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -