Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Bakvörðurinn segist vera saklaus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konan, sem var handtekin í gær grunuð um hafa framvísað fölsku starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmaður og stolið lyfjum á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík, segist vera saklaus.

Lögmaður konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, hefur sent yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem fram kemur að konan hafi hvorki framvísað fölskum gögnum né gert tilraun til að villa á sér heimildir, en það var forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem tilkynnti málið til lögreglunnar á Vestfjörðum. Lögmaðurinn segir að yfirvöld hafi fengið allar upplýsinngar um menntun konunnar og reynslu áður en hún tók til starfa sem bakvörður á dvalarheimilinu og verið kunnugt um að hún hefði m.a. sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“, en að menntun hennar hafi ekki verið metin svo að hún gæti öðlast tilskilin starfsleyfi á Íslandi. Þetta hafi allt legið fyrir þegar konan hóf störf á hjúkrunarheimilinu Bergi. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að konan sé á leið í sóttkví og vænti þess „að rannsókn lögreglu muni hreinsa hana af þessum alvarlegu ávirðingum.“

Sjá einnig: Falski bakvörðurinn á framboðslista í síðustu kosningum – „Harmleikur“ segir fyrrverandi samstarfsmaður

Yfirlýsingin sem lögmaðurinn hefur sent fyrir hönd umbjóðanda síns hljóðar svo: „Umbjóðandi minn hefur ekki á neinum tíma falsað gögn eða villt á sér heimildir. Hún skráði sig í bakvarðasveitina til að leggja heilbrigðiskerfinu lið á þessum erfiðu tímum. Við skráningu í sveitina og á öllum stigum upplýsti hún yfirboðara sína um hvaða menntun hún hefði aflað sér og hver reynsla hennar væri. Umbj. minn hefur um árabil starfað við umönnun og hefur sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“. Hún hefur leitast eftir því við háskólayfirvöld á Íslandi að menntun hennar yrði metin svo hún gæti öðlast tilskilin starfsleyfi á Íslandi. Áður en til þess kom var óskað eftir aðstoð hennar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og varð hún við áskoruninni. Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðaðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvott o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei dult með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar.

Aðrar ásakanir á hendur umbj. mínum eru fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar.

Hún væntir þess að rannsókn lögreglu muni hreinsa hana af þessum alvarlegu ávirðingum og biður að fjölmiðlar stilli málatilbúnaði gegn henni í hóf þar til niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Umbjóðandi minn er á leið í sóttkví og bíður sameiningar við fjölskyldu sína. Hún verður ekki til frekari svara fyrr en að lögreglurannsókn lokinni og ber hún fullt traust til lögreglunnar.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Bakvörður með falsaða pappíra handtekinn – verður skimaður fyrir Covid-19

Sjá einnig: Bakverði sem grunaður er um þjófnað sleppt úr haldi

Ekki náðist í umrædda konu í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

- Auglýsing -

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -