Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Baltasar Kormákur: „Ógeðslega sárt að vera gerður að einhverju andliti hestaníðs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baltasar Kormákur er mjög ósáttur við að vera gerður að andliti hestaníðs.

Sjá einnig: Spænsku hestaníðingarnir í þætti Baltasars ekki reknir frá Ingólfshvoli

Leikstjórinn og leikarinn Baltasar Kormákur hefur verið í fréttum um helgina vegna meðferðar spænskra hestaþjálfara sem Baltasar réði til að þjálfa hesta fyrir þættina King and Conqueror, en hann er bæði leikstjóri fyrsta þáttarins og aðalframleiðandi. Líkt og fram hefur komið í fréttum rak Baltasar Kormákur hestaþjálfarana eftir að hafa séð myndskeið sem tekið var af þjálfuninni en þar þóttu þjálfararnir beita ansi harkalegum aðferðum við þjálfunina. Hestasamfélagið logar vegna málsins en dýralæknir sem sá myndskeiðið kallaði meðferðina á hrossunum „misþyrmingar“ í samtali við Mannlíf.

Ósáttur við umfjöllunina

Baltasar Kormákur segist mjög ósáttur við umfjöllun Mannlífs og að vera bendlaður við hestaníð enda hafi hann stundað hestamennsku í meira en 40 ár. „Ég er búinn að vera í hestum í 40 til 50 ár og það er ógeðslega sárt að vera gerður að einhverju andliti hestaníðs,“ sagði Baltasar í símtali við Mannlíf. Segir hann málið byggja að mörgu leyti á „dylgjum“ en að hestaþjálfararnir sjö hafi beitt harkalegum reiðaðferðum. „Þetta er á stórum hluta dylgjur“ sagði Baltasar og að dýralæknirinn sem skoðaði hrossin geti staðfest það. Segist hann hafa rætt við hestaþjálfarana um reglur MAST um meðferð á hestum hér á landi, eftir að hafa heyrt af því frá staðarhaldara á Ingólfshvoli að ekki væri alveg rétt staðið að málum. Á þeim tímapunkti hafi dýralæknir verið kallaður til en gefið jákvæða skýrslu um heilsu hrossanna en gaf þau fyrirmæli að best væri að hvíla þau í nokkra daga. Baltasar segist hafa rætt þá við þjálfarana. „Ég kallaði á fund, setti reglurnar hjá MAST fyrir framan nefið á þeim og ræddi við þá í detaila en maður vissi ekki hvort þetta væri class á menningarheimum, ólíkar aðferðir skilurðu. Þetta er fólk sem er með feykileg meðmæli og feykilega reynslu, þó þetta líti illa út, þetta myndband, þá er þetta fólk búið að vinna við risa prodúsjónir. Þannig að manni bregður við að heyra svona. Og tók alvarlega á því.“ Segist Baltasar hafa síðan orðið sleginn við að sjá myndskeiðið því þjálfararnir hefðu fengið fyrirmæli um að hvíla hestana. Þá þótti hann reiðmennskan vera of harkalega. Hafi hann því tekið þá ákvörðun að reka þjálfarana.

Tók ákvörðunina

- Auglýsing -

Baltasar segir einnig í samtalinu við Mannlíf að „núningur“ hafi verið á milli manna á Ingólfshvoli enda álag og plássleysi að plaga menn. Það hafi þó verið algjörlega hans ákvörðun að færa hrossin yfir á Ármót, líkt og til hefði staðið frá upphafi. „Ég ákvað að taka þessa ákvörðun og notaði tækifærið því það var svona núningur milli fólks og þetta var erfitt, lítið pláss og mikið af fólki og mikið álag. Magnús, staðarhaldari getur staðfest þetta en það voru líka aðrir aðilar sem reka þetta með honum, sem voru ekki sáttir við að þetta væri þarna. Þannig að ég tók þá ákvörðun að færa þetta á staðinn sem við vildum hafa þetta á, fyrst þessi staða væri komin upp. En Magnús sagði við mig endurtekið og fyrir framan þetta fólk líka, að við værum velkomin aftur eftir þrjár vikur þegar meistaradeildin væri búin.“

Gróf reiðmennska

Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlunum að sár hafi verið á þeim hrossum sem hestaþjálfararnir þjálfuðu. Mannlíf spurði Baltasar hvort svo hafi verið. „Það var dýralæknir kallaður til en það geta komið sár á hesta af ýmsum ástæðum, hjá íslenskum reiðmönnum líka. Þeir geta bitið hvorn annan og það getur komið gaddur en það var þarna einhver nuddsár eftir keðjur en það var dýralæknir sem fór yfir þetta allt saman.“ En hvað fannst Baltasar persónulega um myndskeiðið? „Mér fannst þetta gróf reiðmennska og ekki eitthvað sem ég var tilbúinn að standa fyrir.“

- Auglýsing -

Ekki misþyrming

Hvað varðar orð Ingunnar Reynisdóttur dýralæknis sem ræddi við Mannlíf eftir að hafa séð myndskeiðið og kallaði meðferðina á hestunum „misþyrmingu“, segir Baltasar það ansi stór orð. „Hún hefur enga aðkomu að þessu. Það er ekki einu sinni 100 prósent á hreinu, en það eru margir sem hafa skoðað þetta, hvort hann sé að slá hestinn eða slá við hestinn. Mér finnst þetta samt groddaraleg reiðmennska en misþyrming er ansi stórt orð, misbeiting, þetta er gróf reiðmennska en misþyrming er eitthvað sem verið er að gera við börnin á Gazasvæðinu.“ Segist Baltasar ekki vera að verja reiðmennskuna enda hafi hann stoppað þetta og rekið þjálfarana áður en MAST stöðvaði þetta.

Segir Baltasar að hugmyndin hafi verið að gefa íslenska hestinum „glugga sem hann hafði aldrei fengið áður“. „Auðvitað er ég ekki einn að standa að þessu verkefni. Það er BBC sem stendur að þessu verkefni og ég er að vinna með þeim. Hugmyndir var að gefa íslenska hestinum glugga sem hann hafði aldrei fengið áður, með aðalhlutverk í þessari þáttaröð. Það var meiningin á bakvið þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -