Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Birna bankastjóri Íslandsbanka – greindist með krabbamein: „Maður er alltaf með smááhyggjur.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í helgarviðtalið Mannlífs ræðir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Í viðtalinu rifjar hún upp þegar hún greindist með brjóstakrabbamein ári fyrir bankahrunið. Hún segir að það hafi hjálpaði að hafa nóg að gera í vinnunni þegar hún gekk í gegnum það. „Maður er alltaf með smááhyggjur.“

Birna greindist með brjóstakrabbamein árið 2007, 45 ára gömul. Ári áður en hún tók við bankastjórastöðunni. Hún segir að það hafi verið áskorun að glíma við það á þeim tíma að henda sér bara beint í djúpu laugina.

„Tölfræðin segir að 10% kvenna geti lent í því, þannig að við erum heppnar, konur á Íslandi, að þetta hefur gengið svo vel og lífslíkurnar eru svo miklar að við verðum að horfa fram á það og vera með bjartsýnina að leiðarljósi þegar er verið að eiga við svona. Mér tókst það nokkuð vel og ég var heppin. Þetta gekk allt vel. En auðvitað er maður reynslunni ríkari eftir svona reynslu.

Það var auðvitað skelfilegt að fá þessa frétt – að vera með brjóstakrabbamein.

„Þegar maður fær svona fréttir þá á maður bara eina ósk: Að maður læknist. Áður átti maður svo margar óskir, en allt í einu átti maður bara eina. Maður eignaðist aftur þessa drauma þegar maður komst í gegnum það; auðvitað gerði maður sér grein fyrir mikilvæginu, en það var gott að finna það að aftur komu draumar og óskir um ýmislegt þegar maður var kominn yfir þetta að mestu leyti.“

Maður er alltaf með smááhyggjur. Það er það sem gerist þegar maður fær svona fréttir, þetta fer aldrei frá manni.

Birna talar um hve vinnan var henni mikilvæg. „Það sem var að gerast kom mér svolítið í gegnum þetta af því að maður var upptekinn í öðru en bara að hugsa um sjálfan sig. Kannski er það þess vegna sem ég er enn þá á þessum stað; ég lærði að meta það hvað vinnan er mikilvæg og hvað hún gefur manni mikinn kraft.“

- Auglýsing -

Birna missti hárið vegna lyfjameðferðar og það var erfitt. Þá grét hún.

„Ég var að vinna og að reyna að komast í gegnum daginn og ég var alltaf með hárkollu. Ég sé þegar við erum að tala um aukið sjálfstæði og sjálfsöryggi kvenna að nú eru fáar að nota hárkollu. Þær ganga um með ekkert hár. Mér fannst það ekki koma til greina á þeim stað sem ég var á á þeim tíma. Þetta er kannski eitt merki um hvernig sjálfstraust kvenna hefur aukist í atvinnulífinu.“

2007. Það eru 15 ár á þessu ári síðan Birna greindist.

- Auglýsing -

„Maður er alltaf með smááhyggjur. Það er það sem gerist þegar maður fær svona fréttir, þetta fer aldrei frá manni. En ég er ekki að hugsa um þetta á hverjum degi, fjarri því, og bara held áfram.“

Hægt er að nálgast viðtalið í heild sinni hér.

Setið um heimili Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í hruninu: „Ég skildi alveg reiðina“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -