Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Björn Leví útskýrir ósvinnu Áslaugar Örnu: „Svona virkar hinn pólitíski leikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir eru að tala um bakstungu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur á Sjávarútvegsdeginum í fyrradag en þar gerir ráðherrann lítið úr Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, frammi fyrir fullum sal af kvótakóngum. Píratinn Björn Leví Gunnarsson útskýrir „uppátækið“ í Facebook færslu.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur verið afar iðinn við að pönkast í ríkisstjórninni og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum, undanfarin ár. Í nýrri Facebook-færslu útskýrir hann fyrir lesendum sínum, ástæðuna fyrir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerði lítið úr Svandísi Svavarsdóttur, kollega sínum í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ). „Smá útskýring á þessu uppátæki – fyrir fólk sem hefur áhuga á því hvernig stjórnmálin virka innanfrá,“ byrjar Píratinn færsluna og heldur áfram: „Eins mikið og allir geta hneykslast á þessu mjög svo ósmekklega uppátæki Áslaugar Örnu þá eru áhrifin af þessu tvíþætt.“

Áhrifin sem Björn Leví nefnir, eru eftirfarandi:

1. Þetta spilar hárnákvæmlega inn til fólks sem gæti stutt Sjálfstæðisflokkinn. Þetta aðgreinir Sjálfstæðisflokkinn frá VG – en mikið hefur verið talað um hversu líkir íhaldsflokkar þetta eru þegar allt kemur til alls. Sjallar elska þetta útspil.

2. Þetta hjálpar Svandísi og VG að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum. Þau fagna þessu örugglega ægilega mikið bara og kvarta ekki baun yfir því (amk innra með sér) að Áslaug Arna hafi gert þetta. Þarna geta þau bent á „sko, við erum ekkert eins. Við erum í alvörunni rosalega ósammála“.

Björn Leví segir ríkisstjórnina halda áfram að starfa saman næstu árin „með áframhaldandi skotum hvert á annað – sem mun hjálpa báðum flokkum fyrir næstu kosningar að aðgreina það sem nú er límt saman. Á meðan gerist auðvitað ekkert uppbyggilegt.“

Segir hann ennfremur að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að þessi skot munu valda einhverju uppnámi á ríkisstjórnarheimilinu, því þetta hjálpi báðum flokkum. „Svona virkar hinn pólitíski leikur.“

Í lok færslu sinnar útskýrir Björn Leví hvernig Píratar virka:
„Bónus í lokin — svona virka Píratar, að benda á hvernig pólitíski leikurinn virkar svo fólk geti betur áttað sig á því af hverju hitt og þetta er að gerast í pólitíkinni sem er annars illskiljanlegt fyrir fólk utanfrá. Það er okkar pólitíski „leikur“ – Að segja hlutina bara beint út. Þess vegna þola þau okkur ekki.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -