Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Bryndís miður sín: „Hvers á ég að gjalda?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mér er óglatt. Ég neyddi sjálfa mig til að lesa athugasemdir 57 Íslendinga á fésbók um grein mína, sem birtist á visir.is í gær, laugardag, þann 27. ágúst. Mér er enn flökurt. Ég er enn með óbragð í munninum. Inn i hvers konar heim horfi ég? Illskan, hatrið og ljótleikinn blasa við. Er þetta virkilega rödd almennings á Íslandi?“

Svona hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram sem er afar ósátt við athugasemdir við grein hennar sem birtist á Vísi um helgina. Í greininni rifjaði hún upp ögurstund í sjálfstæðisbaráttu Litháen er hringt var í eiginmann hennar, Jón Baldvin Hannibalsson og hann beðinn um að koma undir eins til Vilniusar því Rússar gerðu sig líklega til að „láta til skara skríða,“ líkt og Bryndís orðaði það. Þar kemur einnig fram að Jón Baldvin hafi verið hunsaður á dögunum þegar minnast átti sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna. Í færslunni talaði Bryndís um illsku og rifjar upp atvikið í Andalúsíu árið 2018 þar sem matargestir þeirra hjóna sökuðu Jón Baldvin um óviðeigandi káf.

„Ég tek það fram, að þrátt fyrri háan aldur hef ég aldrei kynnst svona hugsunarhætti, aldrei heyrt þessa rödd illskunnar. Hvers á ég að gjalda?

En allar þessar ljótu sögur um mig og manninn, minna mig samstundis óþyrmilega á eitthvað í fortíðinni. Já, einmitt, sumarið 2018, fyrir fjórum árum. Þá upplifði ég eitthvað svipað. Það var meira að segja á mínu eigin heimili., hugsið ykkur!
Hún heitir Laufey Ósk Arnórsdóttir. Okkar kynni hófust á Ísafjarðarárum okkar. Ég hafði boðið henni í heimsókn hingað til okkar í Andalúsíu. Þarna sat hún við hlið mér við matarborðið, sem var hlaðið matföngum og ljúfum drykk. Vinafögnuður. Sólin skein, og allt var svo undur fallegt.
En allt í einu dró ský fyrir sólu. Mig svimaði og mér sortnaði fyrir augum. Þetta var óbærileg upplifun – óhugnanleg. Allt í einu byrjaði Laufey að öskra á okkur, þar sem hún sat við hlið mér. Hún æpti að manninum mínum, sem sat við hinn enda borðsins. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni, sem ég horfði inn í þennan heim haturs og illsku.
Hún var stjórnlaus. Jós úr sér óþverranum – notaði sömu orðin og lesendur á visir.is í morgun.: perri, barnaníðingur, drullusokkur…….. í það óendanlega.
Hún var óstöðvandi. Þegar Jón Baldvin stóð upp frá borðum í vanþóknun sinni, hljóp hún æpandi á eftir honum. Hún þagnaði ekki fyrr en hann vísaði henni á dyr – furðulostinn og orðlaus, yfirkominn rétt eins og ég.
Þennan morgun kynntist ég ljótleikanum, stjórnlausu hatri og ruddalegri framkomu í fyrsta sinn á ævinni.

Og þessi dapurlegi lestur í morgun minnti mig óþyrmilega á þessa ömurlegu lífsreynslu fyrir fjórum árum.“

Færsla hennar vakti gríðarlega athygli en 300 manns hefur sýnt stuðning í verki með því að setja þumal, knús eða grátkarl við hana. Þá hafa fjölmargir skrifað athugasemdir, oftast til stuðnings þeim hjónum.

Margrét nokkur skrifaði: „57 Íslendingar á Facebook eru herinn hennar Laufeyjar og ekkert annað. Efað herinn hefði verið 340 þúsund þá væri ástæða til að gráta. Brostu bara að vinum hennar Laufeyjar.“

- Auglýsing -

Elisa talaði um öfund: „Það sparkar engin í hundshræ, öfund og afbrýðisemi. Ekkert annað, þig eruð frábær og látið engan segja ykkur annað,sendi faðmlag til þín.“

Þorfinnur nokkur biður Bryndísi að láta þetta ekki fara inn að skinni: „Ekki láta þetta fara inn að skinni, enn síður inn fyrir. Svona komment eru bara eitthvert brotabrot og hitta skilaboðaskjóðurnar verst fyrir, þeirra skömm. Hlýjar kveðjur til ykkar, kæru hjón.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -