Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Brynjar segist ekki vera hjartalaus og sakar aðra um sýndarmennsku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson segist ekki vera jafn harður og hegðun hans og atferli gefi stundum til kynna. Þvert á móti sé hann mjúkur inn við beinið. Dúnmjúkur.

„Menn eru ekki endilega hjartalausir þótt þeir séu ekki í stanslausri sýndarmennsku alla daga. Svo er afskaplega auðvelt að sýnast hjartagóður á kostnað annarra og leggja aldrei neitt á sig sjálfur í þeim efnum. Þekki nokkra slíka,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook, og vísar til þess hversu margir hafi orðið hissa þegar hann lagði til við Ás­mund Einar Daða­son, félags- og barnamálaráðherra að foreldrar sem misst hafa börn sín fái sorgarorlof.

Í fyrirspurnartíma á Alþingi þann 23. júní spurði Brynjar Ás­mund Einar að því hvort ein­hver vinna eða frum­varp um svo­kallað sorgar­or­lof for­eldra, sem missa börn yngri en 18 ára, væri hafin í ráðu­neytinu. Fyrirspurnin fékk góðar undir­tektir, meðal annars frá ráðherranum sem svaraði því að vinna væri farin af stað við að afla kanna leiðir til að styðja fólk við barnsmissi, en hún kom öðrum á óvart.

„Fyrir þá sem ekki vita þá er ég mjúkur maður þótt framkoma, hegðun og atferli bendi ekki alltaf til þess. Sumir myndu segja dúnmjúkur maður.“

„Lagt hefur verið nokkrum sinnum til að ég fari í ómskoðun til að athuga hvort ég væri með hjarta. Hef farið í röntgen þar sem sást áberandi hjarta, sem bendir til að það sé úr steini. Því urðu margir mjög hissa, nánast eins og hafa verið slegnir með blautri tusku í andlitið, þegar ég lagði til við félags- og barnamálaráðherra að foreldrar sem misst hafa börn sín fái sorgarorlof,“ skrifar Brynjar. „Fyrir þá sem ekki vita þá er ég mjúkur maður þótt framkoma, hegðun og atferli bendi ekki alltaf til þess. Sumir myndu segja dúnmjúkur maður.“

Og fjöldi fólks tekur heilshugar undir þau orð. Meðal annars Róbert Marshall, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður Bjartrar framtíðar, og Katrín Júlíusdóttur framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi ráðherra. „Þú ert ýmislegt eins og við flest en hjartalaus ertu ekki. Það vita allir sem hafa eytt meira en 5 mínútum með þér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -