Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Bubbi veitir ríkisstjórninni rothögg: „Sjálfstæðismenn hafa misst klefann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bubbi Morthens segir Sjálfstæðismenn hafa „misst klefann“ þar sem vantrauststillaga á Svandísi Svavarsdóttur er þeim helst hugleikið.

Trúbadorinn og rokkíkonið Bubbi Morthens er frægur fyrir að láta skoðanir sínar á mönnum og málefnum óhræddur í ljós og síðustu daga hefur hann farið hamförum, ef svo má að orði komast, á Facebook og kemur sem ferskur blær inn í samfélagsumræðuna. Í nýjustu færslunni á Facebook telur hann upp málefni sem hann spyrji hvort verið sé að ræða. Nefnir hann sem dæmi stuðning við barnafjölskyldur, hvernig hægt sé að hjálpa fátækum og hvernig hægt sé að ná verðbólgunni niður. Svarar hann spurningum sínum sjálfur: „NEI það er verið að ræða hvernig sé hægt að starta hvalveiðum aftur og klína vantraust tilögu á Svandís Svavarsdóttir.“ Þá segir Bubbi að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að „missa klefann.“

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Er verið að ræða stuðning við barna fjölskyldur ungt fólk sem getur ekki keft sér fyrstu íbúð er verið að ræða hvernig á að ná verðbólgunni niður er verið að ræða hvernig við getum hjálpað þeim lægst launuðu NEI það er verið að ræða hvernig sé hægt að starta hvalveiðum aftur og klína vantraust tilögu á Svandís Svavarsdóttir Sjálfstæðismenn hafa mist klefann þetta er efst í þeirra huga lífið er dásamlegt hjá mörgum en ekki öllum og sýnist mér það hjá sjálfstæðimönnum þessi dægrin vera ömurlegt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -