Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Dauðvona Erla gefst ekki upp gegn yfirvaldinu: „Á meðan það er leið þá fer ég hana“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Erla Bolladóttir hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir stöðu mála er varða synjun dómstóla um endurupptöku á Hæstaréttardómi sem féll árið 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Erla Bolladóttir
Ljósmynd: BG

Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hefði verið greind með ólæknandi krabbamein. Sagðist hún þrá ekkert heitara en að hún fái að sjá réttlætinu fullnægt í málinu. Þá sagði hún að það kæmi sterklega til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Á meðan það er leið þá fer ég hana,“ sagði Erla er hún var spurð út í næsta skref.

Nauðgað í fangelsinu

Á fundinum var hún meðal annars spurð út í meinta nauðgun lögreglumanns gegn henni í Síðumúlafangelsi árið 1976 en þá var hún þar í haldi. Löngu síðar kærði Erla málið en var þá hið meinta brot fyrnt og látið niður falla árið 2013.

Erla lýsti heimsókn lögreglumannsins í klefa hennar á eftirfarandi hátt:

„Það næsta sem ég veit er að hann girðir niður um sig. Er búinn að setja á sig verju og bara gengur hreint til verks. Hann er stöðugt að hlusta eftir því að það sé engin að koma. Hann var kannski tíu mínútur eða korter þarna inni. Allt í einu rýkur hann upp, segir eitthvað, hvíslar eitthvað: „Ekki tala um þetta,“ og fer,“.

- Auglýsing -

Missti tengslin við dóttur sína

Aðspurð um áhrifin sem málið hefur haft á hana í gegnum árin sagði Erla að áhrifin hafi verið gríðarlega mikil. Og nefndi dæmi:

„Samband mitt við fyrsta barnið mitt leið fyrir þetta, og gerir enn í dag. Hún var orðin tveggja ára þegar ég fékk hana til baka. Ég þurfti að berjast með miklum látum, því að það átti ekki að láta mig fá hana aftur,“ sagði Erla en dóttir hennar var ellefu mánaða er Erla var fyrst handtekin. „Við náðum ekki að mynda þessi tengsl sem móðir og barn mynda, í öllu þessu.“

- Auglýsing -

Þá hafi heiftin verið gríðarleg í samfélaginu gegn henni eftir að henni var sleppt ú fangelsi og var allt þar til heimildarmynd Sigursteins Mássonar, Aðför að lögum var sýnd. Þá hafi almenningur farið að spá meira í málinu. „Ég gat verið að labba og einhver allt í einu þekkti mig og byrjaði að úthúða mér, hrækja á mig. Mér var alls staðar sagt að hér væri ég ekki velkomin, fólk eins og ég. Að dauðadómurinn ætti að vera í gildi fyrir fólk eins og okkur,“ sagði Erla á fundinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -