Mannlífið: Diljá læknaðist af sviðskrekk með kirkjukórnum: Þjáðist af ofsahræðslu við töluna 7

top augl

Gestur Mannlífsins er Eurovisionstjarnan Diljá Pétursdóttir. Strax sem barn varð það draumur hjá henni að syngja í Eurovision og fyrsta fyrirmyndin var Jóhanna Guðrún. Þó hún hafi ekki komist upp úr undankeppninni þetta árið þá var frammistaða hennar bæði ytra og í keppninni hér heima mögnuð.

Hún segir sjálf að hún geti ekki verið óánægð með úrslitin því hún hafi undirbúið sig eins vel og hægt var og skilað sínu.

Hún minnist á það að fyrir aðeins um ári síðan var hún eins slæm af sviðsskrekk og hugsast getur ,,Ég hef verið að syngja og koma fram mjög reglulega núna í nokkur ár og eiginlega bara út af kórnum mínum fæ ég mikið af tækifærum til að koma og syngja einsöng, fronta kórinn minn, þannig að ég hef verið í mikilli þjálfun að koma fram og það hefur alltaf verið mjög erfitt fyrir mig því ég var með lamandi kvíða en svo var bara eins og ég hafi fengið brain damage“.

Hún lýsir því þannig að það hafi verið eins og einhver hafi stutt á hnapp og þar með hafi kvíðinn sem fylgdi því að koma fram gufað upp.

Hún talar um að sem unglingur hafi hún verið erfið, þó kannski ekki eins og maður ímyndar sér í fyrstu, en hún var í fimleikum og þurfti að takast á við hausinn á sjálfri sér og tilgreinir til dæmis viðhorf til mataræðis. Hún var tilfinningarík, upplifði fyrstu alvöru ástarsorgina í 8. bekk og þegar hún svo sleit krossband þá fór allt í skrúfuna, eins og hún orðar það, því hún sá fyrir sér feril í fimleikum. Í kjölfarið þróaði hún með sér þráhyggjuröskun og heilsukvíða, t.a.m. þjáðist hún af ofsahræðslu við töluna 7 en áhugavert var að hún var númer sjö í röðinni í Eurovision!

Hún telur að kirkjustarfið, kórinn og heilsuræktin hafi mikið hjálpað sér að komast yfir átökin sem hún átti við sjálfa sig.

Foreldrar Diljár reka Atlas endurhæfingarstöð, faðir hennar er sjúkraþjálfari og móðir hennar sinnir störfum tengdum rekstri stöðvarinnar. Hún er sjálf að læra sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands og hefur töluvert unnið sem móttökuritari á stöð foreldra sinna en hún upplifir mikinn innblástur við það að sjá þann bata sem fólk fer í gegnum við endurhæfingu.

Diljá hefur nóg að gera í tónlistinni og margt framundan bæði hjá henni sjálfri og svo hjá hljómsveitinni hennar Midnight Librarian, en áhugasamir geta kynnt sér efni þeirra sveitar á Spotify.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni