Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Drífa Snædal svarar gagnrýni: „Hjá Stígamótum ríkir algjör trúnaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir Stígamót ekki skjalfesta nöfn.

Í kjölfar frétta um að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á dreng og káfað á honum þegar hann var 11 ára gamall tjáðu sig ýmsir um málið. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, var gestur í Kastljósinu fyrir helgi og ræddi séra Friðrik. Þar sagðist hún geta vitnað um það að fleiri brotaþolar eða þeim tengdir hafi komið til Stígamóta varðandi séra Friðrik. Sumir ráku upp stór augu og héldu að samtökin væru bundin trúnaði í svona málum. Mannlíf sendi Drífu fyrirspurn um málið.

„Hjá Stígamótum ríkir algjör trúnaður og þess vegna hef ég sagt að við höfum vitnisburð á Stígamótum um fleiri en einn brotaþola. Ég greini ekki frá hvernig sá vitnisburður er fenginn, hvenær eða frá hverjum. Við teljum hins vegar mikilvægt að greina frá því þegar svona mál koma upp að við höfum vitneskju um það. Við skjalfestum hvorki niður nöfn á þeim sem koma í viðtöl (geta í raun gefið upp hvaða nafn sem er), né á ofbeldismönnum,“ svaraði Drífa um hvernig um trúnaðarreglur Stígamóta. Þá var Drífa einnig spurð hvort Stígamót veittu öðruvísi ráðgjöf ef viðkomandi væri látinn.  

„Það er persónubundið hvernig ráðgjöf er háttað en afleiðingarnar geta verið þær sömu hvort sem gerandinn er lífs eða liðinn – við mætum brotaþolum þar sem þeir eru hverju sinni.“ 

„Ég vona að þetta mál eins og önnur sem hafa farið í opinbera umræðu þoki málstaðnum áfram. Mér er sérstaklega hugleikið réttur brotaþola til að fá skjól frá gerendum, þ.e. það séu ekki minnisvarðar í einhverju formi um ofbeldismenn. Slíkt hefur triggerandi áhrif á brotaþola og er vanvirðing við þá ef um staðfest brot er að ræða. Þetta er umræða sem mér finnst við eiga eftir að taka,“ sagði Drífa þegar hún var spurði um hvort hún teldi að þetta mál gæti orðið einhverskonar vitundarvakning fyrir íslenskt þjóðfélag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -