Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Einbýlishús við Huldubraut 211 milljónum dýrar en fyrir sjö árum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einbýlishús við Huldubraut 46 í Kópavogi hefur hækkað í verði um ríflega 200 milljónir króna á einungis sjö árum. Uppsett kaupverð fyrir hana er nú 297 milljónir króna en við síðustu sölu, árið 2015, var eignin seld á 86 milljónir króna.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Þessi gífurlega hækkun í verði á svo stuttum tíma er að nokkru leyti lýsandi fyrir ástandið á fasteignamarkaðnum. Húsið hefur verið endurnýjað en langflestir myndu varla segja breytingarnar 200 milljón króna virði.

Fermetraverð eignarinnar hefur farið frá 260.290 krónum í 897.281 krónur á þessum örfáu árum. Rétt er að taka fram að fasteignamat húsins er tæplega 130 milljónir en seljendur segja það muni hækka um ríflega 40 milljónir króna á næsta ári, að sögn Fréttablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -