Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Elín: „Sam­herji heldur úti skipu­lögðum of­sóknum gagn­vart upp­ljóstrurum og fjöl­miðla­mönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan Elín Hirst skrifar athyglisverðan leiðara í Fréttablaðinu.

Hún segir að „stór­út­gerðar­fyrir­tækið Sam­herji fer fram með þeim hætti að það vekur margar ó­þægi­legar spurningar. Fyrir­tækið hefur sem kunnugt er sett á fót sér­staka skæru­liða­deild til þess að reyna að koma ó­orði á þá sem hafa upp­lýst um tengsl þess við eitt stærsta spillingar­mál sem upp hefur komið í Namibíu og þó víðar væri leitað.“

Samherjinn Þorsteinn Már Baldvinsson.

Bætir við:

„En hér á landi beinist at­hyglin ekki að meintum stóraf­brotum þar sem fyrir­tækið er grunað um að hafa nýtt sér á­góða af þjóðar­auð­lind Ís­lendinga til að skara eld að eigin köku, á kostnað al­mennings í Namibíu. Á Ís­landi snýst um­ræðan um eitt­hvað allt annað,“ skrifar Elín og heldur áfram:

„Nokkrir ís­lenskir blaða­menn sæta því nú að hafa stöðu grunaðra í undar­legu máli sem snýst um byrlun og far­síma­stuld og er eins konar smjör­klípu-af­sprengi þessa ljóta spillingar­máls í Namibíu sem öll ís­lenska þjóðin hlýtur að vera með­vituð um að er til rann­sóknar bæði í Namibíu og hjá héraðs­sak­sóknara.“

- Auglýsing -

Elín segir að „opin­ber­lega hefur verið upp­lýst að Sam­herji heldur úti skipu­lögðum of­sóknum gagn­vart upp­ljóstrurum og fjöl­miðla­mönnum sem hafa dirfst að benda á þau stór­felldu af­brot sem fyrir­tækið er grunað um. Sjálfur fjár­mála­ráð­herra landsins gengur fram fyrir skjöldu og tekur þátt í um­ræðu um málið þar sem hann ver mjög þá á­kvörðun að blaða­mennirnir sem staðið hafa í stafni við að upp­lýsa um Sam­herja­málið skuli hafa fengið réttar­stöðu grunaðra í málinu.“

Hún bendir á að „hátt­sett sendi­nefnd sem hingað kom frá Namibíu í sumar fékk að sögn ó­boð­legar mót­tökur í dóms­mála­ráðu­neytinu. Var það dags­formið, skortur á fag­mennsku eða var bara verið að senda þau ó­beinu skila­boð úr hinu virðu­lega ráðu­neyti að þar væri staðinn vörður um Sam­herja?“ spyr Elín.

Hún bendir á að „sendi­nefndin ætti að láta duga að skoða Gull­foss og Geysi. Sjálfur lög­reglu­stjórinn á Norður­landi eystra liggur undir á­mæli fyrir að vera ekki fag­legur í því sem hann er að gera í þessu máli, heldur gangi hann erinda Sam­herja.

- Auglýsing -

Er Sam­herji virki­lega orðinn svo stórt og valda­mikið fyrir­tæki að um það gildi önnur lög­mál en annað at­hafna­líf í landinu? Í þeim byggðar­lögum þar sem Sam­herji hefur tögl og hagldir segja kunnugir að fyrir­tækið haldi um­ræðu og skoðana­skiptum í heljar­greipum. Enginn þori að gagn­rýna fyrir­tækið því það gæti þýtt stöðu- og tekju­missi fyrir við­komandi eða ein­hvern úr frænd­garðinum. Fólk er ótta­slegið og kýs að þegja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -