Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
11.1 C
Reykjavik

Erilsöm nótt hjá lögreglu: Hótaði fólki með hamri í Hlíðunum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti sannarlega erilsama nótt. Mikið var um hávaðatilkynningar, mál tengd ölvun og ofurölvi einstaklingum, slagmál og fleira. Í nótt voru tíu aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Maður gekk berserksgang í Hlíðahverfi í Reykjavík og hótaði fólki með hamri. Lögregla var kölluð til og handtók manninn, sem var í annarlegu ástandi. Sökum vímuástands var maðurinn látinn gista fangageymslur lögreglu.

Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn við veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann hafði lamið dyravörð og þegar lögregla kom að var manninum þegar haldið niðri. Hann var látinn gista fangageymslur vegna ástands síns.

Laust fyrir klukkan hálf fjögur í nótt ók ökumaður bifreiðar á steinvegg í miðbæ Reykjavíkur. Í ljós kom að maðurinn var ölvaður undir stýri og var auk þess próflaus. Raunar hafði ökumaðurinn aldrei verið með ökuréttindi. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Í gærkvöldi var tilkynnt um reiðhjólaslys, en tilkynnandi var úti að hlaupa og kom að manni sem lá í götunni slysið. Maðurinn var með áverka í andliti og var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -