Fimmtudagur 16. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Færsla í Facebook-hópi Grindvíkinga vekur athygli: „Eitthvað hlýtt bræðir snjóinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snjór virðist bráðna á ákveðnu svæði í Grindavík

Grindvíkingar eru skiljanlega nokkuð á nálum um þessar mundir þar sem hækkandi landris hefur mælst nálægt bænum undanfarna daga. Anna nokkur skrifar áhugaverða færslu á Íbúar á Grindavík hópnum á Facebook. Þar birtir hún ljósmynd af bræddum snjó sem hún segist hafa tekið eftir fyrir stuttu á lóð sinni í Selsvöllum. „Ég fann þetta á lóð minni í Grindavík, eitthvað hlýtt bræðir snjóinn,“ skrifaði hún við færsluna og birti myndina.

Mannlíf heyrði í Atla Geir Júlíusson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs hjá Grindavíkurbæ og spurði hann út í málið en hann hafði þá nýverið séð færsluna. Sagðist hann telja líklegt að um hitavatnslögn væri að ræða, sem hefði farið en ætlaði að láta athuga málið. „Mér finnst líklegt að þetta sé hitaveitulögn. En ég læt lögregluna vita og aðra og þetta verður skoðað en ef þetta væri hraun væri það sennilega komið upp núna,“ sagði Atli Geir rólegur í samtali við Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -