Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Forseti Íslands heldur til Noregs – Heilmikil dagskrá á aldarafmælishátíð Íslendingafélagsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í dag til Noregs þar sem hann er heiðursgestur á 100 ára afmælishátíð Íslendingafélagsins í Osló og nágrenni.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun einnig eiga fund með Haraldi V. Noregskonungi, í ferð sinni til Noregs.

Svokallaðir Ísdagar verða haldnir í Osló dagana 19.-21. október, með veglegri menningardagskrá sem Íslendingafélagið stendur fyrir. Tilefnið er það að öld er liðin frá stofnun félagsins en það var á fullveldisdaginn 1. desember árið 1923. Talið er að þar hafi um 30 til 40 Íslendingar búið en í dag eru rúmlega 9.000 íslenskir ríkisborgarar skráðir til heimilis í Noregi en starf Íslendingafélagsins er virkt.

Samkvæmt tilkynningu sem barst frá forsetaembættinu er Kvöldvaka meða Íslendingakórnum og Óperugala með íslensku tónlistarfólki, meðal viðburða sem Guðni sækir á afmælishátíðinni. Þá mun forsetinn opna myndlistasýninguna Frá fyrstu kynnum í Gamle Much safninu en þar verða sýnd verk íslenskra og norskra listakvenna en síðar mun hann setja þar barnamenningarhátíð. Aukreitis mun forsetinn taka þátt í kynningu Norsk-íslenska viðskiptaráðsins á íslenskum fyrirtækjum með starfsemi í Noregi og einnig opna bókmenntahátíð í Litteraturhuset sem helguð verður íslenskum bókmenntum. Og ekki er Guðni alveg sloppinn enn því hann mun einnig verða heiðursgestur í móttöku borgarstjóra Oslóar fyrir meðlimi Íslendingafélagsins.

Forsetinn snýr svo aftur til Íslands á sunnudaginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -