Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Gæludýr yfirgefin í Grindavík og björgunarmenn settir á bannlista: „Dýr hafa bæst við síðustu daga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðgerðahópur dýraverndarfélaga eru komin á bannlista og fá ekki að bjarga þeim gæludýrum sem enn eru í bænum.

Félagssamtökin Dýrfinna stofnaði ásamt Dýrahjálp, Villiköttum, Villikanínum, Dýraþjónustu Reykjavíkur, DÍS, Kattholti og Bambi Foundation, aðgerðarhóp sem stóð fyrir björgun dýra sem urðu eftir í Grindavík. Hópurinn fékk að fara inn í bæinn og náðist að bjarga fjölda katta, hamstra, rækja, bréfdúfna og froska. Enn eru fimm kettir og fjórir páfagaukar yfirgefnir í Grindavík sem nú er á hættustigi vegna jarðskjálfta og mögulegs eldgoss.

Dýrfinna greindi frá því á Facebook síðu sinni að í gær hafi borist tilkynning þess efnis að aðgerðahópurinn hafi verið sett á bannlista og fái því ekki aðgang að bænum til þess að ná í þau dýr sem eftir voru. Ástæðan var sögð vera skipulagsleysi sem átti sér stað á mánudaginn þegar hópum var hleypt inn í bæinn en samtökin segja ekkert slíkt hafi verið vandamál af þeirra hálfu. Óskað hefur verið eftir frekari útskýringu á þessari ákvörðun en fjöldi dýra hafa bæst á lista Dýrfinnu eftir að fréttir um björgunaraðgerðir bárust út.

„Okkur í Dýrfinnu barst sú tilkynning í gær um að Aðgerðarhópurinn okkar ásamt Dýrahjálp Íslands, Villiköttum, Villikanínum, Dýraþjónustu Reykjavíkur, DÍS , Kattholti og Bambi Foundation hafi verið sett á bannlista inn í Grindavík vegna skipulagsleysi sem átti sér stað á mánudaginn, ekki á okkar hálfu.

Eigendur og fólk í bænum hafa tekið mikinn þátt í að koma dýrunum út með frábærum árangri.
Þegar hópurinn okkar fékk loksins að fara inn voru nokkrir auka kettir, hamstrar, rækjur og froskar sem komust aukalega út.
Dýr hafa bæst á listann hjá okkur síðustu daga vegna umfjöllunar á listanum.
Við höfum sent póst og óskað eftir útskýringu á þessu og hvers vegna við fáum ekki að fara aftur inn.
Listinn er núna: fimm kettir og 4 páfagaukar eftir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -