Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Gagnrýnandi flettir dulunni ofan af þáttum LXS – Kostuð afþreying

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útsending LXS, nýrra sjónvarpsþátta á Stöð 2 hafa vakið misjöfn viðbrögð í samfélaginu og á meðal gagnrýnanda. Þættirnir fjalla um íslenskan vinkonuhóp, Sunnevu Einars, Birgittu Lífar, Ástrósar Trausta, Magneu Bjargar og Ínu Maríu, sem allar eru þekktar, og eru með marga fylgjendur, á samfélagsmiðlum. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hjá RÚV rýndi í sjónvarpsþættina. Í gagnrýni sinni lýsir hún vonbrigðum sínum á þáttunum og fer hún ofan í saumana á hvers vegna.

Auglýsingastofa framleiðir þættina

Salvör tekur fram að hún sé heilt yfir mikil aðdáandi raunveruleikaþátta en að henni finnist umgjörð og efni LXS líkja meira til auglýsingar og bendir á að framleiðandi þáttanna sé sannarlega auglýsingastofa: „Framleiðendur þáttanna eru Ketchup Creative, fyrsta auglýsingastofa á Íslandi, segir á heimasíðu fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að búa hreint ekki til auglýsingar, heldur svokallaða branded entertainment eða kostaða afþreyingu.“

Hún bendir á að stjörnur þáttanna nýti hvert tækifæri á að kynna vörur sínar og rekstur. Þess utan að þá sé samræðuefni þeirra á milli einnig tengd markaðstarfi og öðru efni Sýnar hf. sem á og rekur Stöð 2.

LXS stelpur sárar og reiðar

Stjörnur þáttanna brugðust hart við gagnrýninni og ætlaði allt um koll að keyra þegar þær birtu brot úr gagnrýni Salvarar. Birgitta Líf linkaði á RÚV og krafðist svara. Þá birti hún sjáskot af málsgrein út gagnrýninni.

- Auglýsing -

Þar krefst hún að RÚV útskýri hverjir njóti að horfa á dýraníð og vilji að fullorðinn karlmaður kalli unga konu druslu.

Umrædd málsgrein var til útskýringar á hvað greindi sjónvarpsþættina LXS frá því sem gagnrýnandinn telur vera uppskrift góðs raunveruleikasjónvarps – En það er að stjörnur raunveruleikaþátta skipti skapi.

- Auglýsing -

Missa aldrei stjórn á sér

Lokaorð gagnrýni Salvarar sjóða merkingu umdeildra orða hennar: „Ímynd þeirra er svo vel undir stjórn og sá hluti lífs þeirra sem þær velja að sýna svo lítill að áhorfendur ná ekki að tengjast þeim. Raunveruleikinn, lífið með stóru l-i, er fullt af óvæntum atburðum, tilfinningum, messi og rugli, en ekki LXS. Þar sjáum við bara vel efnaðar og fallegar stelpur, sem missa aldrei stjórn á sér og eru alltaf meðvitaðar um ímyndina. Þær eru einfaldlega aðeins of búnar með master í alþjóðaviðskiptum til að fara að skandalisera í sjónvörpum landsmanna.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -