Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Grímuklæddir glæpamenn með plokkaðar augabrúnir: „Þessir tveir brutust inná verkstæðið hjá okkur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alexander Klimek óskar eftir aðstoð, á fésbókarsíðu sinni, við að manngreina tvo einstaklinga sem brutu rúðu með bremsudisk til að komast inn á verkstæði þar sem hann starfar, í Kópavogi. Hann birtir myndir úr eftirlitskerfi fyrirtækisins og eru gæði myndanna góð. Sjá má færsluna hans til dæmis á fésbókarsíðunni Brask og brall (allt leyfilegt).

Miklar umræður og margar ábendingar eru á þræðinum og benda margir á að umræðir konur – ef ekki báðar þá önnur. Einstaklingarnir hafa hulið andlit sín en ef vel er að gáð má sjá listilega plokkaðar augabrúnir annars aðilans.

Aðspurður af einum meðlimi hvort fleiri eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu svarar Alexander: „Alveg hellingur. Er að fá upptökur á morgun. Það sást rauður Avensis a vettvangi kyrrstæður með hazard ljós á.“

Staðfestir þá annar á hafa séð til þessa pars á rauðri gamalli Toyota Avensis fyrr um daginn.

Hér kemur textinn sem Alexander birtir í heild:
„Þessir tveir brutust inná verkstæðið hjá okkur klukkan 6 í morgun. Ef einhver kannast við þessa gutta þá má endilega hafa samband við mig í síma 776-8170“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -