Fimmtudagur 16. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Grindvíkingur gagnrýnir viðveru sérsveitarinnar: „Komið fram við okkur eins og glæpamenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ekki eru allir Grindvíkingar sáttir við þær ströngu reglur sem eru í gildi hvað varðar bæinn þeirra og vilja fá nægan tíma til að athuga með eigur sínar og húsnæði.

Kári Guðmundsson skrifaði færslu í Facebook-hópnum Íbúar í Grindavík og fer þar mikinn. Segir hann að þeir sem stjórni aðgerðum á Suðurnesjum séu búnir að „tapa sér“ og nefnir sem dæmi að Víkingasveitin hafi verið fengin til aðstoðar. Segir Kári að meðlimir sveitarinnar hafi verið með „æsing við fólk sem var með leyfi til að sækja til Grindavíkur.“

„Við sem eigum þennan bæ það er komið fram við okkur eins og glæpamenn hvað í óskounum er víkingasveit að gera á svæðinu maður spyr sig er komið stríð?“ skrifaði Kári og bætti við að í Vestmannaeyjagosinu hefðu allir hjálpast að við að bjarga verðmætum en nú séu Almannavarnir búin að halda að minnsta kosti tvo til þrjá stóra fundi en fyrst í gær hafi fólki verið hleypt í bæinn að bjarga hrossum og kindum. Gengur Kári svo langt að segja að þeir sem stjórni aðgerðum séu búnir að brjóta landslög „og munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð á því.“ Hvatti Kári aðra Grindvíkinga til að mæta klukkan 09:00 í dag til Grindavíkur til að „huga að fasteignum og sækja nauðsynlega hluti.“ Segir hann að lokum: „En 3800 manna bæjarfélag á það að hafa lögreglu og víkingasveit að banna okkur að fara á okkar heimili nú segi ég hingað og ekki lengra sýnum þeim að við séum Grindvíkingar“

Færslunni hefur verið tekið nokkuð vel og þó nokkrir tekið undir með orðum Kára.

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Ég man eftir eyjafjallagosi sem var í jökli og var hálfgert spreingigos þar fóru fjöldi manna yfir jökul að virða gosið fyrir ser á lakk skóm en í dag er heilt bæjarfélag rímt á föstudagskvöldi útaf hættu á gosi, Og en er ekki hafið gos nú er sunnudagskvöld og þeyr aðilar sem stjórna þessum aðgerðum algjörlega búnir að tapa sér víkingasveitin með æsing við fólk sem var með leifi til að sækja til Grindavíkur í dag og fekk 1 af þeim meðal annars fylgd víkingarsveitar.

Við sem eigum þennan bæ það er komið fram við okkur eins og glæpamenn hvað í óskounum er víkingasveit að gera á svæðinu maður spyr sig er komið stríð þegar vestmannaeyjar gosið var þá hjálpuðust allir að að bjarga verðmætum núna á sunnudagskvöldi er búið að halda minstakosti 2-3 stóra fundi almannavarnir og fl, en fyrst í dag var fólki hleypt í að bjarga hrossum og kindum en í gær var mönnum hleipt inn sem sennilega eru vinir lögreglustjórans á reykjanesi starfsmenn fiskeldis og mönnum að sækja vörubíla og fl og ekki má gleyma það fór fólk sem á hús í þórkötlustaðarhverfi líka í dag heim til sín en það þarf en einn fund til að áhveða hvort við hin megum fara til okkar heimilis sem sum liggja undir skemmdum sökum rafmagnsleisis og vastjóns,
maður spyr sig ætla þessir sömu menn og eru að taka áhvörðun um hver má fara og hver ekki að taka ábyrgð á okkar heimilum ég held ekki þeyr eru búnir að brjóta landslög við þær aðgerðir sem þeyr hafa stýrt og munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð á því.
Í lögum íslands þá erum við öll almanavarnir og mæli ég með því að við mætum kl 09:00 og förum til Grindavíkur að huga að okkar fasteignum sem sennilega eru mis tryggðar og náum einnig í nauðsýnilega hlusti þa ekki sjónvarp td,
en 3800 manna bæjarfélag á það að hafa lögreglu og víkingasveit að banna okkur að fara á okkar heimili nú segi eg hingað og ekki lengra sýnum þeym að við séum Grindvíkingar“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -