Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Gunnar segir langa biðlista skandal: „Það fór allt í vaskinn á meðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Ingi Valgeirsson segir að fólk með fíknivanda þurfi meiri aðstoð

Gunnar Ingi Valgeirsson segir biðlista eftir fíknimeðferð alltof langan en hann hefur verið sjálfur verið edrú í tæpa níu mánuði. Um það bil 800 manns eru að bíða eftir að komast í meðferð og bendir á að SÁÁ skorti fjármagn til að starfa allt árið.

 „Það eru sex vikur á ári þar sem það er lokað. Þá bætist bara við þennan lista,“ sagði Gunnar Ingi í samtali við RÚV um málið. „Ég meina krabbamein fer ekkert í sumarfrí.“

„Þegar þú ert í neyslu þá ertu á þessum stað þar sem þú vilt ekki gefast upp, vilt ekki játa þig sigraðan af sjúkdómnum,“ sagði Gunnar Ingi. „Þá fara allar hömlur, þú missir alla stjórn. Þú ert búinn að tapa stríðinu, þá fer líf þitt í vaskinn á meðan,“ og hann hafi sjálfur þurft að bíða í hálft ár á biðlista.

„Lífið hrynur á meðan. Ég er alltaf að byggja lífið upp á nýtt og það verður alltaf erfiðara og erfiðara. Ég átti konu, á barn. Það fór allt í vaskinn á meðan ég var á biðlista. Maður er ekkert að stjórna á meðan, það er ekki hægt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -