Mánudagur 25. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Gylfi veitir fyrsta viðtalið eftir handtökuna: „Vonandi geta þeir lært eitthvað af mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gylfi Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Lyngby.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur gengið til liðs við Lyngby. Gylfi hefur ekki spilað knattspyrnuleik í rúm tvö ár en hann var handtekinn og sakaður um að hafa brotið gegn barni. Eftir rannsókn sem tók tæp tvö ár var málið látið niður falla af bresku lögreglunni. Hann spilaði þá með Everton í ensku úrvaldeildinni. Gylfi var kynntur til leiks á heimasíðu og samfélagsmiðlum Lyngby í dag.

„Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk hjá félaginu. Það er ekkert leyndarmál að ég á mjög gott samband við Frey og hef líka talað mikið við Alfreð,“ sagði Gylfi í viðtali við heimasíðu knattspyrnuliðsins Lyngby í Danmörku. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og Alfreð Finnbogason lék með liðinu en hann yfirgaf lið fyrir stuttu. Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen spila með liðinu.

„Alfreð sagði mér mikið frá félaginu, andrúmsloftinu og liðinu sjálfu. Bæði Freyr og Alfreð töluðu fallega um félagið og miðað við það sem ég hef kynnst þá get ég skilið að þeir höfðu svona mikið gott að segja.“

„Mín upplifun er sú að Lyngby sé mjög vinalegur fjölskylduklúbbur með góðu andrúmslofti. Það hefur verið vel tekið á móti mér af strákunum í liðinu og þeir virðast frábærir. Mér finnst gott jafnvægi í hópnum og er ánægður með að vera hérna,“ hélt Gylfi áfram.

„Ég vona að ég geti komið inn og gefið af mér með reynslu og gæði. Ég veit að það eru margir ungir og hæfileikaríkir leikmenn og vonandi geta þeir lært eitthvað af mér.“

- Auglýsing -

„Ég hef heyrt góða hluti af stuðningsmönnunum og ég hlakka til að hitta þá og ekki síst að spila fyrir framan þá.“

Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -