Miðvikudagur 20. september, 2023
7.8 C
Reykjavik

Hafsteinn: „Sá vilji var bara mestur það að kenna mér um að hafa sökkt skipinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hafnarstjórinn og fyrrum skipstjórinn Hafsteinn Garðarsson er nýjast viðmælandi Reynis Traustason í þætti Sjóarans.

Hafsteinn var skipstjóri þegar Krossnesið sökk. Þrír menn létust í háskanum en það markaði Hafstein fyrir lífstíð en Reynir var stýrimaður á Sléttanesinu sem var fyrsta skip á vettvang.

Í viðtalinu spyr Reynir Hafstein út í rannsóknina á slysinu, sem var að sögn skipstjórans fyrrverandi aðeins í „skötulíki.“

Reynir: „Rannsóknin á þessu hörmulega slysi, hún leiddi aldrei neitt í ljós?“

Hafsteinn: „Nei, nei. Ég held að menn hafi ekkert viljað það.“

Reynir: „Það var bara ekki áhugi eða vilji til þess?“

- Auglýsing -

„Nei, það var bara sá vilji var bara mestur það að kenna mér um að hafa sökkt skipinu. Og það var eiginlega það sem fór verst í mig.“

Reynir segir á þessum tímapunkti í viðtalinu að hann telji að það hafi ekki verið nokkur vafi um það meðal manna að skipið hafi hreinlega bara opnast. Að slyngubretti hafi opnað skrokkinn.

Hafsteinn: „Já. Það voru stór slyngubretti á þessum bátum og það var búið að setja T framan á, til þess að gera hann enn stöðugri og þá kom alveg 50 til 80 prósent meiri áníðsla á skrokkinn þar sem brettin voru.“

- Auglýsing -

Reynir spyr þá hvort það hafi verið mistök.

Hafsteinn: „Já eða bara hvort skipin hafi verið í nógu góðum klassa upp á þykkt. En þetta voru alveg ofboðslega góð sjóskip, ég hef bara ekki verið á betri skipum.“

Veðrið þennan örlagamorgun árið 1992 var með fínu móti og því ekki hægt að kenna því um skipsskaðann.

Reynir: „Rannsóknir var einhvern veginn í skötulíki?“

Hafsteinn: „Já, það er mín skoðun að hún hafi verið það. Og niðurstaðan var bara orsök ókunn.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -