Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Heiða í Hellvar ósátt við plötugagnrýni David Roach: „Það er súrrealískt að þurfa að skrifa þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarps- og tónlistarkonan Ragnheiður Eiríksdóttir eða Heiða í Unun/Hellvar eins og hún er oft kölluð er afar ósátt við gagnrýni Davids Roach Gunnarssonar á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Fossora.

Ekki er það sú staðreynd að David líki illa við plötu Bjarkar, sem fer fyrir brjóstið á Heiðu, heldur skot hans á aðra gagnrýnendur sem hann segist gruna að séu ekki einlægir í ást sinni á Björk.

„“Björk fær vissulega alltaf góða dóma, og þegar hún ungar út nýrri plötu þá osmósar mærðin frá Morgunblaðinu til Pitchfork til New York Times og Yorker. En ég fæ einhvern veginn á tilfinninguna að að þetta sé ekki einlægt, og enginn sem heldur á penna njóti þess í alvörunni að hlusta á þetta, heldur skrifi bara á gamalli sjálfstýringu um snillinginn Björk.“

Jæja, kæri kollegi, Davíð Roach Gunnarsson. Nú veit ég ekki alveg hvað mér á að finnast um þennan pistil. Ég vinn nú á Rúv með þér, en er einmitt líka ein þeirra sem vinn á Morgunblaðinu og skrifa þar stundum tónleikadóma og tónlistargagnrýni,“ skrifar Heiða í byrjun færslu sinnar á Facebook.

Og hún heldur áfram:

„Útgangspunkturinn þinn í þessari grein er að þú fílir ekki nýrri tónlist Bjarkar, gott og vel. Það er alls ekki bannað að fíla ekki tónlist Bjarkar. En að vera að reyna að kasta rýrð á að til sé fólk sem fíli bara mjög vel tónlist Bjarkar, já líka nýjustu plöturnar, er eitthvað agenda sem ég skil ekki alveg. Þú nefnir Biophiliu sem plötuna þar sem allt fór að slakast og slappast í tónlist hennar að þínu mati. Þá plötu hlustaði ég endalaust á þegar hún var ný og ég trúði varla að þarna væri samlandi minn og samtíðarmaður á ferð. Ég ímynda mér að þeir sem halda uppá Brian Eno og séu breskir hugsi á svipuðum nótum þegar ný plata kemur út frá honum. Málið er nefnilega að það þarf ekki að vera hægt að syngja með í viðlögum til að eitthvað sé í alvörunni flott tónlist. Og af hverju í ósköpunum ætti ég sem gagnrýnandi (og hvað þá gagnrýnendur New York Times eða Pitchfork) að þykjast fíla eitthvað í einhverri meðvirkni?“

- Auglýsing -

Því næst nefnir Heiða dæmi um hljómsveit sem hún hefur þurft að hlusta á án þess að líka við hana, þrátt á álit flest allra.

„Ég hef alveg þurft að hlusta á tónlist sem ég ætti að fíla, sem margir fíla og sem ríkir hálfgerð sameining um, en ég fíla bara alls ekki. Gott dæmi um slíkt er Metallica, þar til fyrir nokkrum árum þegar Metallica og Lou Reed gerðu plötu og þá elskaði ég hana og byrjaði svo í raun að pæla meira í Metallica í kjölfarið og finnst þeir bara prýðilegir í dag. Ég myndi aldrei segja að Debut og Post séu bestu plötur Bjarkar, en þær eru vissulega góðar og grípandi. En það sem mér finnst um tónlist Bjarkar eða þér, kæri Davíð, finnst um tónlist Bjarkar skiptir bara nákvæmlega engu máli. Björk er það klár að hún bara gerir tónlist eins og hún vill og þarf ekkert lengur að sanna sig eða falla í kramið hjá neinum hvort sem er. Henni er líklega skítsama hvort þú vilt að hún geri poppaðri plötur eða ekki. Það sem mig langar hins vegar að vita er: Hvers vegna trúir þú því ekki að það sé til fólk sem er frábrugðið þér? Heimurinn er svo sannarlega ekkert betri staður ef allir eru eins og fíla það sama.“

Í lokaorðum sínum segir hún það frábært að allir séu ekki með sama tónlistarsmekk og hlær að því að þurfa að skrifa þessa færslu.

- Auglýsing -

„Það er engum greiði gerður með því að sá efasemdarfræjum um að það sé yfir höfðuð til fólk sem fílar svona „skrýtna“ tónlist í alvörunni. Er það ekki bara einmitt stórkostlegast af öllu stórkostlegu að við séum alls ekki öll eins í heiminum? Ég mun aldrei geta fílað sumar tegundir af óperu, en mér hefur aldrei hugkvæmst að það sé ekki til óperu-unnandi í alvörunni, að fólk sé bara að gera sér upp óperuáhuga út af snobbi eða meðvirkni. Þessi facebókarfærsla er því einungis smá vörn fyrir mig og aðra gagnrýnendur sem „fíla Björk í alvörunni“. Hahahhaha, það er súrrealískt að þurfa að skrifa þetta, en mér fannst þetta bara eitthvað svo slöpp rit um einn merkasta og svalasta tónlistarmann Íslands, að ég varð að svara.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -