- Auglýsing -
Það hefur verið nóg um að vera hjá Of Monsters and Men undanfarna daga.
Á föstudaginn kom út ný stuttskífa (EP) frá Of Monsters and Men sem ber heitið TÍU. Ásamt því gerðist sá stórmerki viðburður fyrir sveitina að samnefnd heimildarmynd þeirra, „TÍU“ var frumsýnd á 2022 Tribeca Film Festival í New York á fimmtudaginn síðasta. Til fagna útgáfunni kom sveitin fram á hátíðinni og flutti þar þrjú lög.
Stuttskífan TÍU inniheldur nokkur af uppáhalds lögum aðdáenda Of Monsters and Men, þ.á.m. „This Happiness“, „Destroyer“ og „Visitor“ sem hafa sameiginlega verið streymt yfir 20 milljón sinnum á streymisveitum.
Heimildarmyndin TÍU var leikstýrð af góðvini sveitarinnar Dean Deblois (Heima, Lilo & Stitch, How To Train Your Dragon). Í myndinni er fylgt sveitinni víðsvegar um landið eftir að alheimstónleikaferð þeirra var stytt, sökum Covid faraldursins. Í stað þess að ferðast um heiminn fyrir fullum tónleikahöllum og tónlistarhátíðum var ferðin tekin um landið þar sem þau fluttu lögin á hinum ýmsu stöðum víðsvegar um landið.
Þá er einnig komið út á YouTube tónleikarnir Of Monsters and Men – The Cabin Session. Þar sem sveitin flutti fyrstu plötu sína, „My Head Is an Animal“ í heild sinni í sumarbústaði hér á landi.
Á síðasta ári kom út 10 ára afmælisútgáfa af My Head Is an Animal sem í fyrstu kom út stafrænt en nú er loksins komin vegleg vínyl útgáfa sem er komin í allar helstu plötubúðir hér á landi og auðvitað um allan heim.
Stuttskífan (EP) TÍU kom út á föstudaginn ásamt nýju lagi, „LONELY WEATHER“
Heimildarmyndin TÍU var frumsýnd á Tribeca Film Festival
My Head Is an Animal „Cabin Sessions“ einnig komið út