Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hjalti Úrsus beitti klókindum í máli sonar síns: „Þar með held ég að björninn hafi verið unninn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjalti Úrsus talar við Hildi Maríu Sævarsdóttur um mál sonar síns, Árna Gils Hjaltasonar, sem sat saklaus í fangelsi á sínum tíma í 277 daga, en hann hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps árið 2017. Landsréttur sýknaði svo Árni Gils í fyrra. Árni Gils lést daginn eftir að viðtalið var tekið. Hér er brot úr viðtalinu.

Kærði brotaþola

Hjalti Úrsus segist hafa gert svolítið klókt. „Árni fór niður á lögreglustöð af því að Aron [innsk. blm. maðurinn sem Árni á að hafa ráðist á] var búinn að játa að hann hefði komið með hnífinn; hann hefði bara verið undir svo miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja að hann hefði ekki vitað það. Þá kærðum við Aron fyrir ólöglegan vopnaburð. Við kærðum hann líka fyrir rangar sakargiftir af því að hann sagði að Árni hefði komið með hnífinn. Við kærðum hann fyrir yfirhylmingu sönnunargagna, því þrjú vitni sáu hann fara með hnífinn í burtu. Þannig að þá var hitt málið náttúrlega í gangi og hann var búinn að játa þetta allt fyrir rétti. Þannig að það þurfti ekki að rannsaka þetta. Og þeir rannsökuðu aldrei þetta mál á móti honum, því þeir vissu að ef þeir myndu gera það þá myndi hitt málið eyðileggjast. Þannig að lögreglan bara mat það sem svo að ákæruvaldið: Heyrðu, hérna er komin kæra, við skulum aldrei yfirheyra. En það stendur í lögunum að ef þú átt að ákæra mann þá er möguleiki á að kostnaðurinn sé svo mikill og ákæran svo kostnaðarsöm og sé mikill vafi á hvort hann verði sakfelldur, þá getir þú sleppt því að ákæra; ef það er mikill vafi.

En þegar það liggur fyrir játning þá er enginn vafi lengur. Engu að síður var þessu hent út um gluggann. Og þeir dæmdu hann aftur. Og fengu Sebastian Kunz réttarmeinafræðing, sem er þýskumælandi, og málið var flutt og svo var verið að þýða þetta yfir á ensku og íslensku. Það komu þarna kaflar sem engin skildi. Þetta er flókin enska. Það vissi enginn hvað var að gerast.“

Ég fékk prófessora í íslensku til að lesa þetta og þeir sögðu að þessi texti hafi enga merkingu í íslensku og að þetta væri bara þýðingarklúður.

Hjalti Úrsus segir að í áliti Kunz hafi sagt að ef Árni hefði staðið fyrir aftan manninn, þá hefði hann staðið eitthvað til hliðar, „eða vinstra megin eða hægra megin til hliðar ef hann stóð fyrir aftan hann. Ég fékk prófessora í íslensku til að lesa þetta og þeir sögðu að textinn hefði enga merkingu í íslensku, þetta væri bara þýðingarklúður. Og þetta fór inn í réttinn. Þrír íslenskufræðingar sögðu: „Þetta gengur ekki; annaðhvort er hann fyrir aftan hann eða fyrir framan hann og það þarf að segja frá hvaða horni hann var vinstra megin“.“

Í frétt Vísis kemur fram að þjarmað hafi verið að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils og þar segir meðal annars: „Kunz lagði mat á áverka brotaþola en tvær matsgerðir réttarmeinafræðingsins eru á meðal þess sem mest er deilt um í málinu. Sú fyrri var ekki talin í samræmi við sakamálalög að mati Landsréttar þar sem réttarmeinafræðingnum hafði láðst að boða matsfund og fá þar með gögn og sjónarmið fram frá ákærða og verjanda hans, Oddgeir Einarssyni.“

- Auglýsing -

„Sebastian talaði í um fimm mínútur, en var svo sagt: „ég er ekki að spyrja að því“ (sagði Oddgeir): Ef hann var beint fyrir aftan hann eins og brotaþoli segir hvernig gat hann gert þetta? Svo sagði hann „it’s impossible“. Það er útilokað! Þar með held ég að björninn hafi verið unninn.“

Hjalti Úrsus telur vera mikilvægt að lærdómur verði dreginn af svona mistökum.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -