Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás á Alþingi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í gær handtók sérsveit ríkislögreglustjóra fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka. Þá voru þeir einnig grunaðir um viðamikla vopnaframleiðslu með notkun þrívíddarprentara.

Ríkislögregluembættið hélt rétt í þessu blaðamannafund þar sem farið var yfir handtöku gærdagsins. Segja forsvarsmenn embættisins að íbúar Íslands séu öruggari eftir að búið er að handtaka mennina.

Eru mennirnir grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárásir á stofnanir íslenska ríkisins. Er Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttakona RÚV spurði Karl Steinar Valsson hvort álykta mætti að árásirnar hafi átt að beinast gegn Alþingi og lögreglu var svarið stutt og laggott: „Það má ætla það.“

Fram kom á fundinum að þó að þetta sé ekki viðamesta lögregluaðgerð Íslandssögunnar sé þetta sú stærsta af þessu meiði.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -