Laugardagur 30. september, 2023
3.7 C
Reykjavik

Jóhann sakar KSÍ um mismunun: „Fáum eng­in svör af hverju þetta er svona“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Knattspyrnuþjálfarinn Jóhann Gunnarsson var myrkur í máli gagnvart KSÍ og vill fá svör frá knattspyrnusambandinu.

Jóhann Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Þórs/KA, var mjög ósáttur með tap liðsins móti Þrótti í gær í viðtali við mbl.is. Ekki einungis var hann ósáttur við spilamennsku liðsins heldur var hann gríðarlega ósáttur með KSÍ. Forsaga málsins er sú að tveir af bestu leikmönnum liðsins eru að spila á HM sem fer fram þessa stundina og eiga báðar mögulega að komast með sínu landsliði áfram í 16. liða úrslitin. Jóhann vill meina að KSÍ komi ekki til móts við þær eða Þór/KA í þessu máli og hefur liðið ekki fengið neinum leikjum frestað.

„Ef þær kom­ast upp úr riðlin­um og í 16-liða úr­slit þá yrði það frá­bært fyr­ir þær en hrika­legt fyr­ir okk­ur. Þess­ir tveir leik­ir sem við höf­um spilað án þeirra hefðu ekki átt að fara fram. KSÍ stakk okk­ur illa í bakið með það og mis­mun­ar fé­lög­um mjög illa. Við skilj­um það ekki og fáum eng­in svör af hverju þetta er svona.

KSÍ frest­ar ein­hliða leik hjá Völsungi og KF út af ein­um leik­manni sem er val­inn í 30- manna hóp hjá Tanz­an­íu í júní. Þá var eng­inn spurður. Leikn­um var frestað og fund­inn nýr tími, allt gert af KSÍ. Svo kem­ur U-19 og þá er í boði fyr­ir liðin að fresta ef þau eiga leik­mann þar. Þá er and­stæðing­ur­inn ekki spurður og nýtt úrræði fengið.

Svo kem­ur að þessu að það er eitt­hvað lítið mót í Nýja-Sjálandi og Ástr­al­íu, sem heit­ir HM. Þar eru dag­setn­ing­ar klár­ar en leik­menn á Íslands­mót­inu að spila. KSÍ neita okk­ur um að færa leiki og það er eitt­hvað skrýtið við það auk þess sem skoðun and­stæðings­ins er allt í einu far­in að vega þyngst,“ sagði Jóhann um málið í viðtali eftir tapið gegn Þrótti.

„Ég á erfitt með að út­skýra þetta allt sam­an og ég væri svo til í að ein­hver myndi spyrja KSÍ að þessu því að þeir svara okk­ur ekki. Það eina sem þeir segja við okk­ur er að KSÍ geti ekki tekið til­lit til lands­leikja úti í heimi, sem eru í glugga sem móta­hald á Íslandi er ekki raðað niður eft­ir. Ísland hefði al­veg getað verið með á þessu móti en við kom­umst bara ekki þangað.

- Auglýsing -

Svo má spyrja, af hverju mis­mun­um við þess­um leik­mönn­um? Þeir eru ekki ís­lensk­ir en þeir eru samn­ings­bundn­ir ís­lensk­um fé­lög­um. Þeir eiga heima hér, fá kenni­tölu og banka­reikn­ing. Ég veit ekki af hverju þetta er svona en væri mjög til í að vita það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -