Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kauphöllin rýnir í falska tilkynningu Festi: „Við erum með þetta í skoðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Kauphallarinnar segir í samtali við Viðskiptablaðið að tilkynning Festi um starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra félagsins, sé til skoðunar hjá Kauphöllinni.

Tilkynningin vakti mikla athygli og hefur málið verið töluvert í deiglunni undanfarna daga. Í tilkynningunni var það fullyrt að Eggert hefði sjálfur sagt starfi sínu lausu. Samkvæmt heimildum á það þó ekki við rök að styðjast, heldur var honum sagt upp.

Talsverð ólga hefur verið meðal hluthafa og fjárfesta í félaginu í kjölfarið. Í dag var til að mynda greint frá því að hluthafar ræddu nú um það sín á milli að óska eftir hluthafafundi vegna málsins. Eggert Þór var að sögn afar vel liðinn og orðspor hans í starfi gott.

Eggert Þór Kristófersson
Ljósmynd: n1.is

Eftir að í ljós kom að Eggert hefði raunar ekki sagt upp sjálfur, vakti það undrun og reiði að stjórn félagsins skyldi miðla slíkum upplýsingum til hluthafa sinna.

„Við erum með þetta í skoðun. Það er í raun og veru eins og með mörg önnur mál er varða upplýsingaskyldu skráðra félaga á markaði,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið, aðspurður hvort tilkynning Festi sé til skoðunar þar.

Heimildir herma að skýringarnar sem Eggert Þór fékk á uppsögninni hafi verið á þá leið að gera ætti breytingar hjá félaginu. Samkvæmt Viðskiptablaðinu var honum einnig tjáð að sjö ár væri hæfilegur tími í forstjórastóli.

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafði meirihluti stærstu hluthafa í Festi fyrst frétt af uppsögn Eggerts Þórs þegar tilkynningin barst Kauphöllinni. Í kjölfar tilkynningarinnar lækkaði hlutabréfaverð fyrirtækisins um 3,7 prósent.

Eggert hefur starfað hjá Festi og forvera félagsins í 11 ár. Í forstjóratíð hans hefur Festi og fyrirtæki samstæðunnar skilað miklum hagnaði. Ávöxtun hluthafa hefur verið með því hæsta sem sést hefur á Íslandi frá fjármálahruni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -