Fimmtudagur 30. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Kröfufundur vegna trans sundkvenna og keppnisbanns: „Mismunun og útilokun á trans fólki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Klukkan sex í dag verður haldinn kröfufundur fyrir utan skrifstofur Íþróttasambands Íslands og Sundsambands Íslands. Þar verður reglum sem banna trans konum að keppa á heimsmeistaramótum í sundi mótmælt. RÚV greinir frá þessu.

Tilgangur kröfufundarins er að mótmæla reglum sem Alþjóða sundsambandið samþykkti í vor, sem banna trans konum að keppa á heimsmeistaramótum í sundi. Þann 19. júní bárust fregnir af málinu. Fulltrúar Sundsambands Íslands voru meðal þeirra sem greiddu atkvæði með reglunum.

Að fundinum standa bæði félög hinseginfólks og kvenréttindasamtök, en Trans Ísland er til að mynda meðal þeirra fimmtán samtaka sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins 1. júlí.

„Sundsamband Íslands (SSÍ) kaus með reglunum þrátt fyrir að þær byggi á mismunun og útilokun á trans fólki, og sérstaklega trans konum,“ segir í yfirlýsingunni sem birt var í Fréttablaðinu.

Þar segir einnig að fólk sem hafi æft íþróttir með þann draum að verða afreksíþróttafólk viti að sá draumur geri snemma vart við sig.

„Þegar íþróttafólki, hvort sem er börnum, unglingum eða fullorðnum, er sagt að þau geti æft eins og þau vilja en að þau muni ekki vera velkomin á afreksmót, þá er það mismunun. Þetta eru nákvæmlega þau skilaboð sem SSÍ hefur sent trans sundfólki á Íslandi, sérstaklega trans konum.“

- Auglýsing -

Í yfirlýsingunni segir einnig að í Kastljósviðtali við formann Sundsambands Íslands þann 20. júní síðastliðinn hafi komið í ljós að SSÍ hafi ekki kynnt sér málin til hlítar áður en ákvörðun var tekin um að greiða atkvæði með reglunum. Sambandið er sagt hafa kosið með „mismunun og fordómum“.

Í tilkynningunni segir einnig:
„Þögnin sem ríkt hefur á meðal allra annarra íslenskra íþróttabandalaga, þar á meðal hjá Íþróttasambandi Íslands, varðandi þá afstöðu SSÍ að kjósa með útilokun trans kvenna úr afrekskeppnum er ógnvænleg. Vari þessi þögn mikið lengur er ekki hægt að túlka hana öðruvísi en svo að ÍSÍ (og öðrum íþróttabandalögum og félögum) finnist ekkert ámælisvert við þessa aðför að réttindum trans fólks. Í það minnsta sjá þau ekki ástæðu til að gefa út yfirlýsingu líkt og þau hafa gert um mörg önnur samfélagsleg málefni.“

Þau félög sem standa að yfirlýsingunni segjast í henni ekki geta sæst á að málið „drukkni í þrúgandi þögn og aðgerðaleysi.“

- Auglýsing -

Kröfur félaganna eru eftirfarandi:

  • Að SSÍ dragi atkvæði sitt til baka. Sé slíkt ekki hægt vegna tæknilegra atriða krefjumst við þess að sambandið gefi út opinberlega yfirlýsingu þar sem það segist ekki lengur geta staðið með atkvæðagreiðslu sinni og biður trans fólk afsökunar.
  • Að SSÍ lofi að tala fyrir inngildingu og mannréttindum í komandi umræðum og kosningum annarra nefnda (svo sem Ólympíunefndanna, Evrópusamtaka og á norrænum vettvangi), í stað þess að standa fyrir mismunun og útskúfun.
  • Að Íþróttasamband Íslands fordæmi afstöðu SSÍ og taki opinberlega afstöðu með réttindum trans fólks, þar með talið trans kvenna sem keppa í íþróttum á afreksstigi.

„Því blásum við til kröfufundar þann 6. júlí klukkan 18 fyrir utan skrifstofur ÍSÍ og SSÍ að Engjavegi 6 og biðjum öll þau sem er annt um jafnrétti og mannréttindamál að koma og standa með okkur. Við hvetjum öll sem geta til að mæta í íþróttafötum til að sýna samstöðu,“ segir á vef Kvenréttindafélags Íslands.

Þau fimmtán samtök sem standa að yfirlýsingunni og kröfufundinum í dag eru:

Argafas, In­ter­sex Ísland, Femín­ista­fé­lag Há­skóla Íslands, Hinseg­in Vest­ur­land, Hinseg­in Aust­ur­land, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Q – fé­lag hinseg­in stúd­enta, Tabú – Femín­ísk Fötl­un­ar­hreyf­ing, Trans Ísland, Rauða Regn­hlíf­in, Sam­tök­in 78, Slag­tog – Femín­ísk sjálfs­vörn, Stelp­ur Rokka, Styrm­ir Íþrótta­fé­lag, Öfgar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -