Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Launaþjófnaður brot á hegningarlögum: „Ekkert annað en þjófnaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Launaþjófnaður er ekkert annað en þjófnaður og eðli málsins samkvæmt þá ætti það náttúrulega bara að vera brot á hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður, en mál tengd launaþjófnaði séu hins vegar þess eðlis að það sé erfiðara að fara með þau í þann farveg.“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands í samtali við Vísi varðandi gruns um launaþjófnað í sumar.

Mikil um,æða hefur verið um launaþjófnað upp á síðkasti. Nýlegar fréttir eru að því að eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um að svíkja þrjá starfsmenn um vaktaálag, yfirvinnu og orlof. Eigendurnir segja ásakanirnar rangar en Fagfélögin hafa krafið eigendurna um 13 milljónir króna í ógreidd laun.

Á fjórða tug mála eru á borði Verkalýðsfélags Suðurlands þar sem grunur er um launaþjófnað en fjárhæðirnar sem um ræðir eru allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í milljónir. Eftirlitsfulltrúi félagsins segir grafalvarlega stöðu blasa við og kallar eftir því að stjórnvöld komi með alvöru viðurlög.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Suðurlands hefur 31 félagsmaður óskað eftir aðstoð vegna gruns um launaþjófnað í sumar. Í grófustu tilfellunum nemi meintur þjófnaður allt að 900 þúsund króna, auk þess sem dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið vinna allt að 400 stundir á mánuði.

Sextán tíma vinnudagar

Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, sagði í frétt á mbl að rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag.

Fagfélögin viti betur en hið rétta sé að starfsmennirnir hafi yfirleitt unnið átta, níu eða tíu tíma á dag en á móti hafi komið fimm til sjö stunda vinnudagar.

- Auglýsing -

Fagfélögin hafa krafið eigendur Flame og Bambus um 13 milljónir króna í ógreidd laun fyrir hönd starfsmannanna, sem eru þrír. Fagfélögin segja starfsmennina hafa verið svikna um vaktaálag, yfirvinnu og orlof en samkvæmt mbl.is voru laun þeirra frá 368 þúsund krónum á mánuði og upp í 460 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -