Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Lilja Alfreðs sendi bréf á forstjóra Apple: „Við þurfum ekki öll að vera eins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sendi bréf á forstjóra tæknirisanns Apple í gær. Á liðnum vetri fékk Lilja góð viðbrögð við hvatningu Íslendinga um aukna textun og talsetningu á íslensku á streymisveitunni Disney+. Breytingarnar hafa nú þegar birst í betri þjónustu við íslensk börn og aðra notendur streymisveitunnar.

Í bréfinnu biður Lilja Apple um að leggja Íslendingum lið, með því að bæta íslensku við radd-, texta- og tungumálasafn sinna stýrikerfa. Þessar breytingar eru nauðsynlegar svo Íslendingar geti talað við tækin á sínu móðurmáli, þar af leiðandi varðveitt betur menningararfleifðina og stuðlað að betri skilningi í tengdum heimi.“

Lilja minnir á mikilvægi þess að koma þessum skilaboðum áleiðis og leita liðsinnis stærsta og öflugasta fyrirtækis í heimi við varðveislu íslenskunnar, en bundnar eru miklar vonir við þessari hvatningu.

Eins og flestum er kunnugt hafa samskipti við snjalltæki aukist mikið með tali, í stað hins skrifaða orðs.

„Tækin kunna hins vegar ekki íslensku og því óttumst við afdrif tungumálsins okkar. Það hefur varðveist nær óbreytt í þúsund ár og er kjarninn í menningu og sjálfsmynd þjóðarinnar. “

Mikil vinna hefur verið gerð og hafa Íslensk stjórnvöld leitt saman vísindamenn, frumkvöðla og einkafyrirtæki í umfangsmiklum og metnaðarfullum verkefnum sem miða að því að efla máltækni hér á landi.

- Auglýsing -

„Nú leitum við þinnar aðstoðar við að varðveita menningararfleifð Íslands, sem tungumálið okkar geymir,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í bréfinu til Apple.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -