Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Margrét missti barnföður sinn ungan úr neyslu: „Ég kem heim sé ég tólf ósvöruð símtöl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hún hringir akkúrat þegar ég er að kíkja á símann, ég svara og það var hún sem sagði mér að hann væri dáinn. Ég man að það fyrsta sem ég sagði var „nei, hann er ekkert dáinn, ég var að tala við hann í gær“ en hún sagði „jú, hann er dáinn“,“ segir Margrét Finnbogadóttir í nýjum hlaðvarpsþætti Skuggabarna.

Margrét Finnbogadóttir kom fram í bókinni Skuggabörn en hún missti barnsföður sinn, Marra, þegar hann tók eigið líf aðeins tvítugur að aldri. Hún og barnsfaðir hennar Maríus, eða Marri, hófu samband sitt aðeins fjórtán ára gömul en foreldrar þeirra lögðu blessun sína yfir það að þau fengu að gista hvert hjá öðru.

Bæði komu þau frá brotnum heimilum og því segir Margrét að hún hafi snemma fundið sig í hlutverki aðstandandans. Strax snemma á unglingsaldri var Marri farinn að reykja hass daglega en Margrét leiðir að því líkum að það hafi verið til þess að deyfa sig. Neysla hans þróaðist svo þangað til hann var farinn að nota sprautur.

Eftir að þau eignuðust son var Marri enn í neyslu og sambandið gekk ekki upp. Þau héldu sambandi þrátt fyrir það og hann hringdi reglulega í hana ef hann vantaði eitthvað. Margrét man vel daginn sem hún fékk fréttirnar af andláti Marra en var það stúlka sem hann hafði verið með kvöldinu áður sem hringdi í hana. Hún hafði talað við Marra kvöldinu áður og aldrei þessu vant neitað honum um að hittast vegna þess að hún var að læra fyrir próf.
„Ég segi í þetta skiptið nei, ég er að fara í próf á morgun. Ég get ekki staðið í þessu. Síðan fer ég í þetta próf og þegar ég kem heim sé ég tólf ósvöruð símtöl á símanum og þá fæ ég þessar fréttir. Ég vissi að þetta væri satt en ég vildi samt ekki trúa því. Ég man þennan dag og dagana á eftir rosalega skýrt. Þetta er stærsta sjokk sem ég hef á ævinni fengið.“ Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á í heild sinni hér. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -