- Auglýsing -
Lögregla rannsakar nú andlát konu sem átti sér stað í heimahúsi á Selfossi í en lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan hálf þrjú í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að konan sem lést hafi verið á þrítugsaldri en tveir menn voru handteknir á vettvangi og eru enn í haldi lögreglu.
Samkvæmt heimildum Mannlífs eru mennirnir sem eru í haldi lögreglu bræður, báðir á þrítugsaldri. Þá herma heimildir Mannlífs einnig að bræðurnir séu bendlaðir við óreglu. Mannlíf hafði samband við lögregluna á Suðurlandi í morgun sem hefur enn ekki svarað spurningum blaðamanns í tengslum við málið.