- Auglýsing -
Samkvæmt færslu Slökkviliðsins á höfupborgarsvæðinu var metfjöldi sjúkraflutninga í gær en 146 ferðir voru farnar og þar af 46 í forgangsakstri. Deilt niður á 24 klukkustundir gerir það að meðaltali sex flutinga á hverri klukkustund eða eina ferð á 10 mínuttna fresti.
Þá segir jafnframt í færslunni að dælubílar hafi verið sendir þrisvar sinnum af stað:
„Fest minni háttar en við sendum allar stöðvar af stað í gærkvöldi þegar tilkynning barst um eld í íbúðarhúsnæði en fljótlega komu betri upplýsingar og voru allar stöðvarnar afturkallaðar nema 1 sem fór á staðinn og reykræsti þar fór betrur sem fer vel.
Þetta gerist stundum að við sendum allar stöðvar af stað svo þegar við fáum betri upplýsingar af staðnum, oft koma þær frá lögreglunni, þá snúum við dælubílunum við.“
Samkvæmt dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi kemur fram að tilkynnt hafi verið um eld í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu en að þegar lögreglan hafi mætt á staðinn hafi verið búið að slökkva eldinn.