Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Misjöfn reynsla pólskra innflytjenda á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar mikill fjöldi innflytjenda. Stærsti hópurinn samanstendur af Pólverjum og hafa þeir eins misjafna reynslu af dvöl sinni á Íslandi og þeir eru margir.

 

Pólverjar á Íslandi fóru yfir 20 þúsunda múrinn í sumar og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Þeir byrjuðu að koma hingað fyrir mörgum áratugum en í góðærinu fyrir hrun jókst fjöldi þeirra til muna. Sá fjöldi minnkaði í og eftir hrun og nú heldur þeim áfram að fjölga. En hvernig líður Pólverjum á Íslandi, hvaða áskoranir þurfa þeir helst að glíma við hér á landi og hvernig er hægt að hjálpa þeim að aðlagast landi og þjóð?

Vinnuaðstæður hér á landi hafa breyst á síðustu áratugum og má jafnframt merkja ákveðnar breytingar í viðhorfi gagnvart innflytjendum. Blaðamaður náði tali af tveimur Pólverjum sem búsettir eru hér á landi til að ræða málefni tengd pólsku samfélagi á Íslandi. Annar er sendiherra Póllands og hinn er sérfræðingur sem unnið hefur á Íslandi og rannsakað tengsl pólsks verkafólks á Íslandi við heimalandið og hvaða áhrif þessi tengsl hafa á hversu vel þeir hafa samlagast íslensku samfélagi.

Gerard Pokruszyński er fyrsti pólski sendiherrann á Íslandi en hann tók við stöðunni í lok árs 2017. Hann segir að erfitt geti verið að reikna út nákvæman fjölda Pólverja á Íslandi því þrátt fyrir að samkvæmt Þjóðskrá séu þeir rúmlega 20.000 þúsund talsins þá sé líklegt að þeir séu fleiri. „Inn í þessari tölu eru til dæmis ekki þeir sem einnig eru orðnir Íslendingar en þeir eru á bilinu fjögur til fimm þúsund talsins.“

Þegar hann er spurður út í það hvort íslensk stjórnvöld geti gert eitthvað til að taka betur á móti Pólverjum svarar hann að þau í sendiráðinu leggi áherslu á aðeins einn hlut: Að bæta aðstöðu fyrir pólsk börn í skólum. „Fyrir þá sem ákveða að dvelja á Íslandi til lengri tíma er mikilvægt að huga að pólskri tungumálakennslu fyrir börnin. Það er nauðsynlegt að geta viðhaldið móðurmálinu því þegar börn eru vel stödd þar þá eiga þau auðveldara með læra önnur tungumál.“

Anna Wojtynska er doktor í mannfræði frá Háskóla Íslands en hún kom fyrst til Íslands árið 1996 og lýsir hún gjörólíkum aðstæðum Pólverja hér á landi á þeim tíma. Hún segir að þeir hafi einungis verið nokkur hundruð talsins, flestir hafi búið í þorpum úti á landi og aðeins örfáir í Reykjavík.

- Auglýsing -

Hún flutti síðan til Ísafjarðar árið 2005. „Fyrst þegar pólskir innflytjendur fluttu til þessara þorpa þá höfðu þeir tækifæri til að aðlagast samfélaginu. Til að mynda var litið á pólskar konur sem komu til Ísafjarðar og eignuðust íslenskan maka og töluðu íslensku sem innfæddar. Svo þegar fólk talar um „þessa Pólverja“ þá er það líklegast ekki að tala um til dæmis þessar konur.“ Þannig megi segja að þegar Pólverjar aðlagist vel þá sé á vissan hátt ekki lengur litið á þá sem „Pólverja“.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Texti / Bára Huld Beck

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -