Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

„Nei, barnið má ekki heita Facebook!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannanafnanefnd hefur gætt þess að börn okkar fái ekki að bera neins konar „ónefni“. Nafnareglur eru þó til víðar í heiminum en hér og eru misjafnlega sveigjanlegar.

 

Konur á Íslandi mega ekki heita Kona en karlar heita margir Karl sem þykir hið besta nafn. Karlar mega heita Víkingur en það nafn, eða Viking, er harðbannað í Portúgal, ásamt nöfnunum Jimmy, Rihanna og Sayonara, og þar í landi er eins gott að stafsetja Katrínarnafnið rétt. Caterina er hin opinbera og leyfilega stafsetning á nafninu. Einnig banna Portúgalar nöfn eins og Emily, George, Thomas og Charlotte sem eru til dæmis afar vinsæl í Bretlandi.

Í Noregi gilda reglur um að ekki megi nota ættarnöfn sem eiginnöfn, til dæmis Hansen, Johansen og Olden. Í Sádi-Arabíu árið 2014 var opinberaður listi yfir 51 bannað nafn og þar má til dæmis ekki heita Alice eða Maya. Danir geta valið nöfn af lista yfir 7.000 leyfð nöfn og ef þeir kjósa nafn utan listans á barn sitt verður nafnið að fara í gegnum sérstakt ferli til samþykkis, ef það verður þá samþykkt. Nýja-Sjáland hefur einnig gefið út lista yfir leyfileg nöfn og sjálfsagt fleiri lönd.

 Kynlaus

Margir muna eftir baráttunni fyrir því að stúlka fengi að heita Blær. Fram að því mátti einungis nefna drengi því nafni. Sigur vannst með dómi árið 2013 og nú mega bæði kynin heita Blær. Kynlaus nöfn sem hafa bæst í hópinn síðan þá eru meðal annars Auður, Eir, Elía, Karma, Júlí, Júní og Maríon.

Í Danmörku og Þýskalandi má ekki heita kynlausum nöfnum á borð við Taylor, Ashley, Morgan og Jordan.

- Auglýsing -

Börn fræga fólksins

Hér á landi má víst ekki heita Epli en dóttir leikkonunnar Gwyneth Paltrow ber það nafn, eða Apple. Og hún Norður litla, dóttir Kanye West and Kim Kardashian, heitir fullu nafni North West, eða Norður Vestur. Dóttir söngkonunnar Beyoncé heitir Blue Ivy, eða Blá Bergflétta. Á Íslandi má reyndar alveg nefna dóttur sína nafninu Dimmblá Fura, svo dæmi sé tekið. Sonur Forest Whitaker heitir Ocean, Haf … eða bara Sjór og, eins og þekkt er, ber einn sonur Michaels Jackson nafnið Blanket, eða Teppi.

 Trúarleg

- Auglýsing -

Í Sviss er harðbannað að heita Júdas eða öðrum „neikvæðum“ Biblíunöfnum, svo er einnig víða um heim. Ekki er langt síðan þýsk yfirvöld komu í veg fyrir að barn fengi nafnið Lúsífer sem er einnig bannað til dæmis á Nýja-Sjálandi. Malak sem þýðir Engill er bannað í Sádi-Arabíu, ásamt fleiri trúarlegum nöfnum en á Íslandi er nafnið Engill gott og gilt karlmannsnafn. Þeir Íslendingar sem trúa á álfa, og auðvitað fleiri, hafa nú í örfá ár mátt láta dóttur sína heita Álfmey.

 Dýr

Dýranöfn eins og Úlfur og Birna eru heldur betur leyfð á Íslandi en í Malasíu þykja þau afar óviðeigandi. Dæmi um bönnuð nöfn þar eru Björn og Snákur.

 Öðruvísi

Víða um heim er harðbannað að nefna börn sín skrítnum og óvenjulegum nöfnum. Franska hagstofan lætur yfirvöld hiklaust vita ef undarleg nöfn eru skráð sem þá neita að samþykkja þau. Í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Mexíkó og mörgum fleiri löndum gilda reglur um slík nöfn til að börn verði ekki fyrir einelti vegna þeirra. Hér eru nokkur nöfn sem hlutu ekki náð fyrir augum yfirvalda:

Prince William (Frakkland)

Osama bin Laden (Þýskaland)

Adolf Hitler (Þýskaland)

Anus/Endaþarmsop (Danmörk)

Elvis (Svíþjóð)

Metallica (Svíþjóð)

Rambo (Mexíkó)

Batman (Mexíkó)

Lyktandi Höfuð (Malasía)

Samfarir (Malasía)

Pungur (Mexíkó)

 Vörumerki

Eftirfarandi nöfn voru ekki samþykkt:

Facebook (Mexíkó)

Ikea (Svíþjóð)

Mercedes (Sviss)

Nutella (Frakkland)

Mini Cooper (Frakkland)

Chanel (Sviss)

Carlsberg (Ísland, millinafn)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -