Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Nökkvi segir oft erfitt að vera á milli tannanna á fólki: ,,Of upptekinn af því að fá athygli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Nökkvi Fjalar Orrason hefur lengi verið á milli tannanna á fólki og segir það stundum hafa tekið á, en nú sé hann orðinn þaulvanur því. Nökkvi er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar:
,,Það kom tímabil þar sem ég fékk mikla neikvæða athygli og ég ætla ekki að neita því að það var stundum erfitt. Ég fékk líka mikla jákvæða athygli, en það tók svolítið á að fá mikla athygli svona ungur. Ég byrjaði fljótlega að temja mér að lesa ekki það sem var skrifað og sagt um mig sem var mjög neikvætt. En svo gerist það oft að fólkið í kringum mann fer að segja manni frá þessum hlutum. Þó að því gangi gott til, þá er það oft eina ástæðan fyrir því að maður sér að einhver sé að segja eitthvað neikvætt um mann. En ég valdi mér þetta hlutskipti og smám saman venst það að fólk sé með skoðanir á þér og maður hættir að taka það of persónulega. Ef að maður er með skýr gildi og markmið og veit hvert maður er að fara, hættir maður að vera eins og lauf í vindi út af umtali annars fólks. Ég er sjálfur orðinn mjög góður í að kippa mér lítið upp við alls kyns umtal, en ég hef á mínum ferli séð marga brotna undan neikvæðu umtali.”
Nökkvi býr nú í London og rekur þar fyrirtæki sitt, eftir að hafa skipt um takt og hætt í Áttunni: ,,Það er ástríða hjá mér að hjálpa fólki að elta drauma sína og vonandi sýna fólki það í verki. Það er hægt að fylgja hjartanu sínu og elta uppi draumana. Það mun verða mjög erfitt, en það er svo mikið þess virði. Ég hef alveg frá árinu 2016 fundið það að ég vildi ekki vera bara skemmtikraftur á Íslandi. Alveg síðan þá hef ég verið að vinna að því sem nú er að gerast. Að reka mitt eigið fyrirtæki í London ásamt samstarfsfélögum mínum.”
Nökkvi fékk mikið umtal á síðasta ári vegna umræðunnar um bólusetningar vegna Covid. Hann ákvað þá að svara fylgjanda sínum sannleikanum samkvæmt og sagðist vera óbólusettur. Í kjölfarið voru gerðar margar fréttir og hann varð hálfgert andlit óbólusettra á Íslandi:
,,Ég hef tamið mér það að segja alltaf satt og það var það sem ég gerði þarna. Mér finnst allt í lagi að fólk hafi ólíkar skoðanir á þessu, en ég myndi endurtaka þetta ef ég gæti valið aftur. Það er bara satt um það að ég fór ekki í bólusetningu og ætla ekki að byrja að ljúga. Það var mitt val og ég tek ábyrgð á því. En þó að margir hafi verið brjálaðir út í mig á samfélagsmiðlum kom mikill fjöldi fólks upp að mér og hrósaði mér fyrir að þora að segja satt og standa með sjálfum mér. Líka fólk sem sjálft er bólusett og það fannst mér fallegt.”
Hægt er að nálgast öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -