Laugardagur 18. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Pabbabréfin felldu Bjarna – Óvissa og Sjálfstæðisflokkurinn í fósturstellingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlutabréfakaup Benedikts Sveinssonar í hlut ríkisins í Íslandsbanka felldu son hans, Bjarna Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er í uppnámi og enn ríkir óvissa um framhaldið innan ríkisstjórnarinnar.

Yfirlýst ástæða afsagnar Bjarna er álit Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi ekki verið hæfur til að samþykkja sölu Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka, vegna tengsla hans við einn kaupandann, föður Bjarna.

Bjarni hefur á löngum stjórnmálaferli sínum verið umdeildur og verið gagnrýndur fyrir ýmislegt en að lokum var það pabbi hans sem felldi hann. Þegar Mannlíf heyrði í Benedikt í mars á þessu ári, sagðist hann ekki kippa sér upp við gagnrýnina á sölunni og að hann sæi ekki eftir að hafa keypt hlut í Íslandsbanka. „Af hverju ætti ég að gera það?“ spurði hann og sagðist vera „vanur svona djöflagangi“.

Sjá einnig: Deilurnar um Íslandsbankasöluna trufla Benedikt Sveinsson ekki: „Ég er vanur svona djöflagangi“

Framhaldið er á þessari stundu í óvissu en Sjálfstæðisflokkurinn er í ansi djúpum dal þessa dagana og flokksmenn nánast í fósturstellingu. Ekki mælist flokkurinn einungis með sögulega lágt fylgi í skoðanakönnunum, heldur hefur formaðurinn nú sagt af sér í öðru stærsta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Ekki þykir ólíklegt að sjálfstæðismenn séu nú á neyðarfundum þar sem rætt verður um það sem koma skal, hvort sem það verður stjórnarslit, eða uppstokkun í ráðuneytunum.

Ekki náðist í Benedikt Sveinsson við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -