Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Páll Óskar: „Áramótaballið mitt er on“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngvarinn sívinsæli fær að halda árlegt áramótaball á Spot í Kópavogi eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu endurnýjaði vínveitingaleyfi staðarins.

 

„Áramótaballið mitt er on. Nú verður stillt upp hljóðkerfi og ljósum og Palla-skreytingum það sem eftir lifir dags. Þeir sem vilja fagna nýjum áratug með mér eru hjartanlega velkomnir,“ segir Páll Óskar feginn í samtali við Mannlíf, en eins og kunnugt er var óvíst að yrði af fyrirhuguðu Palla-balli á Spot í Kópavogi, þar sem staðnum var lokað 28. desember vegna út­runn­ins vín­veit­inga­leyf­is. DV greindi frá því að um það bil hundrað manns hafi verið í einka­sam­kvæmi þegar staðnum var lokað og var fólkinu hent út.

Páll Óskar segist ekki vera ánægður með framgöngu Árna Björns­sonar, eig­anda Spot, í málinu en hann hafði ár­ang­urslaust reynt að ná tali af Árna fyrr í vikunni. Var því óljóst hvort af ballinu yrði og hvort endurgreiða þyrfti öllum sem höfðu keypt miða á ballið.

„Árni á Spot á engar þakkir skildar fyrir sína eigin handvömm,“ segir Páll Óskar. „Aftur á móti sendi ég kærar kveðjur til sýslumannsins í Kópavogi. Takk fyrir að bjarga ballinu. Gleðilegt ár,“ bætir hann við og getur þess að miðasalan standi enn yfir á www.midi.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -