Þriðjudagur 10. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Réði sig sem kokk á báti án þess að kunna að elda: „Kvöldmaturinn fyrsta kvöldið var súr hvalur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Sjóarans er Eyfirðingurinn og verkalýðsleiðtoginn Helgi Laxdal, en hann fór fyrir vélstjórum og starfaði í þágu verkalýðsmála í 25 ár.

Hann hóf feril sinn til sjós sem kokkur árið 1960. Hann fékk veður af því að það vantaði kokk á togara en starfið tryggði hann sér hjá skipstjóranum um nótt. Hann kunni nákvæmlega ekkert að kokka en eins og hann segir þá er allt svo mikið bjartara þegar maður er fullur og engin vandamál.

Fyrsti rétturinn sem hann reiddi fram var ekki merkilegur.

Reynir: „Kunnirðu eitthvað?“

„Ekkert. Nákvæmlega ekki neitt. Hafði aldrei kokkað á ævinni,“ svaraði Helgi og hló en hann hafði mætt á kvenfélagsball fyrir norðan og beðið þar um vinnu og fengið starf sem kokkur, strax þá um nóttina.

Reynir: „Og hvernig hugsaðirðu þetta?“

- Auglýsing -

„Ég hugsaði þetta ekkert, ég hafði smakkað alkohól og þú veist hvernig heimurinn verður þá. Það er allt svo bjart þegar maður er fullur, það eru engin vandamál.“ sagði Helgi og hló aftur.

Daginn eftir vaknaði Helgi og mundi þá að það væri búið að ráða hann sem kokk um borð í báti og var hann lengi að rífast við sjálfan sig hvort hann ætti að láta slag standa eða ekki. Ákvað hann að endingu að gefast ekki upp og prófa þetta.

Ekki var fyrsta máltíðin sem hann útbjó merkileg.

- Auglýsing -

„Kvöldmaturinn fyrsta kvöldið var súr hvalur,“ sagði Helgi og skellti upp úr. „Það var nú ekki merkilegra.“

Reynir: „Hvernig stóð á því?“

Helgi: „Það var þægilegast að elda hann eða þurfti ekkert að elda hann.“

Reynir: „Nei, þú varst bara með súran hval og skarst hann niður?“

Helgi hlæjandi: „Akkurat.“

Reynir: „Hvað sögðu karlarnir við því?“

Helgi: „Ja, þetta voru fínir karlar og vissu að hæfileikar mínir voru ekki miklir.“

Reynir: „Varstu þá með kartöflumús með þessu?“

Helgi: „Ekkert, brauð bara og súran hval. Við fórum svo seint af stað, þetta var svona næturréttur.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -