Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Segir Katrínu í ofbeldissambandi: „Það má ekki gefast bara upp fyrir illskunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rebekka Guðleifsdóttir hefur sent Katrínu Jakobsdóttur annað opið bréf.

Fyrir viku sagði Mannlíf frá opnu bréfi sem ljósmyndarinn Rebekka Guðleifsdóttir sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, um ástandið á Gaza. Þar furðaði hún sig meðal annars á því að íslensk stjórvöld fordæmdu ekki árásir Ísraela á Palestínumenn. Rebekka skrifaði í dag annað opið bréf til forsætisráðherrans.

Rebekka Guðleifsdóttir

Í nýja bréfinu líkir hún samstarfi Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn við ofbeldissamband. Segir hún frá ofbeldissambandi sem hún sjálf hefði verið í um 8 ára skeið og sagði svo: „Ég fæ ekki betur séð en að þú, Katrín, ert föst í slíku sambandi.“ Þá minnist hún á skjáskot sem hafa farið á milli manna á samfélagsmiðlunum, sem sýna afstöðu Katrínar Jakobsdóttur til Ísraelsstjórnar árið 2014 en hún vildi þá slíta stjórnarsamstarfi við þá stjórn. „Ég trúi því að innst inni sé sú Katrín Jakobsdóttir sem vildi berjast fyrir réttlæti, bættum kjörum aldraðra og öryrkja og brann fyrir umhverfismálum.. hún sé ennþá þarna og þjáist mikið að fylgjast með innan frá meðan 2023 útgáfan af Katrínu Jakobsdóttir kemur fram í fréttum og þylur upp innantóm orð sem þora ekki að taka afgerandi afstöðu varðandi eitt né neitt. Meðan sú Katrín stillir sér upp með risastórt gervibros við hliðina á glæpamanninum Bjarna Benediktssyni á sama tíma og stór hluti Íslendinga býr við fátækt og vonleysi (sem virðist bara ekki koma ykkur við), og þúsundir Palestínskra barna eru sprengd í tætlur í beinni útsendingu. Sú Katrín sem sýnir Íslendingum ítrekað að þrátt fyrir að gegna „æðsta embætti“ landsins þá ræður hún engu…“

Rebekka segir að lokum að það sem Ísraelsstjórn sé að gera Palestínumönnum á Gaza nú, sé glæpur „gegn öllu mannlegu eðli.“ Og bætir við: „Og þetta má ekki vera í nafni okkar Íslendinga.“

Hér fyrir neðan má sjá bréfið í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -