Laugardagur 26. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Segir RÚV tala Höllina niður: „Ekki mikið breyst hjá ríkissjónvarpinu sem er barn síns tíma“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ólafur Arnarson er maður með skoðanir, og kemur þeim skilmerkilega frá sér. Hann ritar pistil um Laugardalshöllina, sem hann segir að hafi gengið í gegnum endurnýjun lífdaga:

Ólafur Arnarson.

„Fjölmiðlar hafa ekki mikið fjallað um að fyrir nokkrum dögum var haldin afar vel heppnuð sjávarútvegssýning í Laugardalshöllinni. Fullt var út úr dyrum alla opnunardagana í nýuppgerðri Laugardalshöll. Fjöldi fyrirtækja sýndi þar vörur og þjónustu með góðum árangri.“

Hann segir að „fyrir tæpum tveimur árum varð gríðarlegt vatnstjón í höllinni sem leiddi til þess að takmarka þurfti meginstarfsemi hússins verulega, það er að segja íþróttir og sýningarhald. Hins vegar var unnt að nýta húsið í þágu bólusetninga þegar veiruvandinn gekk yfir.

Á meðan meginstarfsemi hússins var lömuð var tækifærið notað til að flýta margháttuðum endurbótum á Laugardalshöll. Þegar húsið er nú opnað til hefðbundinna nota, sem eru íþróttir og sýningarhald, þá kemur á daginn að búið er að framkvæma eftirtaldar verulegar umbætur: Nýtt og fullkomið gólf er komið, ljósabúnaður er nýr og glæsilegur, búningsklefar eru nýuppgerðir og í fullkomnu standi, anddyrið hefur verið tekið í gegn, salernisaðstaða á meginhæð hefur verið bætt stórlega og húsið málað að utan, svo eitthvað sé nefnt.“

Hann segir einfaldlega:

„Laugardalshöllin er eins og ný.“

- Auglýsing -

Og bætir því við að „í ljósi þess er merkilegt að heyra suma fjölmiðla halda áfram að rakka Laugardalshöllina niður. Að því er virðist án þess að hafa komið og skoðað húsið endurgert og nánast eins og nýtt.

Sérstaklega á þetta við um ríkissjónvarpið. Þar á bæ tala menn stöðugt um „barn síns tíma“ og birta myndir af höllinni þegar enn var vinstri umferð á Íslandi!

Við snérum yfir í hægri umferð árið 1968. Margt hefur breyst síðan. Einnig í Laugardalshöll. En ef til vill ekki mikið hjá ríkissjónvarpinu, sem segja má að sé barn síns tíma.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -